Skírnir - 01.09.2014, Blaðsíða 233
457riðið í kaldan dauðann?
Í áttunda erindinu heldur dauðinn innreið sína í tjaldið. Fönnin rís
svo fast og hátt að ekki verður mokað frá tjaldinu. Seinni tvær línur
erindisins eru þrungnar andstæðum, sem marka spennu milli lífs og
dauða, dyr heljar opnast upp á gátt með því að „dyrum tjalds var
lokað“.
Aðeins annar þeirra Reynistaðarbræðra deyr þarna, sá yngri, Einar.
Bjarni lifir og það eykur aðeins kvöl hans því að hann saknar nú
bróður síns auk þeirra hörmunga sem hann berst við í tjaldinu. Í
næstsíðasta erindi ljóðsins er vísað til draumvísu Bjarna Halldórs-
sonar sem getið var að framan og Grímur hefur sem inngang að
ljóði sínu:
Vakti á þriðja dag unz dó,
draums svo innir sagan,
yfir líki og undir snjó,
urðu það langir dagar.
Ekki fer hjá því að trúarlegri hugsun skjóti upp í kollinn við að lesa
um þriggja daga vöku Bjarna Halldórssonar, upprisa Krists hlýtur
að kalla til manns, sérstaklega þegar haft er í huga það sem síðan
kemur fram í lokaerindi ljóðsins. En það er fleira sem hér vekur at-
hygli, Bjarni Halldórsson samlagast með ákveðnum hætti bæði al-
heimsandanum og náttúrunni; hann er í senn yfir og undir: „yfir
líki og undir snjó“.15 Þannig má segja að í þessu næstsíðasta erindi
undirbúi ljóðmælandinn lokaerindið af kostgæfni.
Gröf er bræðra botnfrosin,
búið af drottni um moldir;
ísa ei þrotnar umbúðin,
aldrei rotnar holdið.
skírnir
Fönnin reis svo fast og hátt
frá varð snjó ei mokað,
dauðans stóðu dyr á gátt,
dyrum tjalds var lokað.
Svefninn annar sætan hlaut,
sá til lífs ei vaknar,
en á Bjarna bætti þraut,
bróður að hann saknar.
15 Hér birtist með ákveðnum hætti hugmynd sem var mjög á lofti hjá mörgum róm-
antíkerum, en það er einingarþráin, löngun til þess að sætta mann, náttúru, anda og
efni. Upphefja samræmi og samspil fyrri tíðar. Sjá t.d. Páll Valsson 1996: 264–266.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:20 Page 457