Skírnir - 01.09.2014, Blaðsíða 161
385upprisa guðrúnar ketilsdóttur
Hvað mun þessi reflarún
ræði ég um það á meðan,
enginn veit hvað ætlar hún
út eða suður héðan.
Þegar ég var þangað komin þá voru þar sjómenn, meðal hverra einn var frá
Hrafnagili, sá bölvaður refur og hét Illugi, álitlegur maður, en margur hylur
úlfinn undir sauðargærunni, svo var um hann. Bauð hann mér alla þjón-
ustu en ókunnugur varningur firrir margan fé. Hann var með bjart hár, í
blárri peysu, grænum bol, hatt og góða skó. Þá kom tilhugalífið með okkur
Illuga. Ég átti fimm kistur, þar var meira í þeim en myrkrið tómt. Í einni
voru rúsínur og laumaði ég í hann af þeim því ég hugsaði að þetta væri
maður en ekki djöfull. Svo tældi hann mig í búskap að Kristnesi og átti ég
þá4 súrtunnu um haustið og margt þar niðrí. Björg stal öllu steini léttara og
allt var í laumi þeirra á millum. Þá fór hann í sitt hórurí og fór stelpu af
stelpu en ég mátti sluma og þegja og ergist hvur með aldrinum. Beislið
týndist. Tvær brauðkökur gaf ég þá og feitt á milli. Fann ég prófast. „Guð
hjálpi Illuga“, sagði hann, en ég hvað nei við því ég meinti hann væri að
tala um lyklana. Síðan fór ég vestur að Brákum í Skagafirði. Þar mátti ég
verka brókina af Þorláki rafti, sem var full með lús og ræpu. Þaðan fór ég
norður í Klaufabrekku til grasa. Ég hafði að sönnu nóg af vöxtunum að éta
en það var meira skítur en matur. Síðan sagði ég mig lausa við Skagafjörðinn
og fór aftur norður í Eyjafjörðinn. Mósa mín gufaði fram úr öllum hestum
á Hvammsbökkum og reið ég þá fram með Héraðsvötnunum og hundur-
inn með mér, Fríbon Sámsson. Hann var undan danska Sám með þorsk-
höfðakippu á bakinu. Kom hann þá með eitt og eitt og rétti að mér. Og
veisludaginn átti Guðmundur á Stokkahlöðum hund sem hét Tígris. Hann
reif júgrið og rassgörnina úr einni ánna minna. Ærin var út á Þverárdal en
rassgörnin inn á Vöðluheiði. Beið hún dauðann af þessu. Versnaði Illuga af
þessu því hann var þræll og fantur, nema við hórur sínar sem hann lá í.
[Kom] þá Jón minn og ól ég hann upp og líktist hann mér með dyggð og
ráðvendni. Fórum við þá að Hofi og áttum 14 gimbrar og kvígu. Hann fór
með það í sínar bölvaðar skuldir og sagði ég þá laust við hann. Tók hann
þá af mér fötin. Hann var í 50 rd skuld í kaupstað, þau hlupu á 20 rd og hafði
hann þá til góða 16 rd og hafði hann þá handa Kristínu því hann lá í henni
eins og brókinni sinni, dáindis að var. Jón minn konfermeraður en
skírnir
4 Af samanburði við önnur orð í handritinu má ráða að þarna standi líklega „þá“ í
stað „þó“ eins og Guðný ritar.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 385