Saga - 2010, Blaðsíða 41
Malthusar, Ricardos og Darwins og jafnframt róttækri einstaklings-
hyggju og nýfrjálshyggju. Hann færir rök fyrir því að þeir sem fyrst
lögðu út af kenningum hans og boðuðu þær hafi verið vinstris-
innaðir frjálshyggjumenn, ekki hægrisinnaðir.
Þessar hugmyndir um nýjan samfélagsgrundvöll spruttu ekki
alskapaðar úr höfði Condorcets og Paines. Þær lágu í loftinu, segir
Jones, og féllu að sama skapi í góðan jarðveg, bæði í Frakklandi og í
Bretlandi. Vandinn var hins vegar sá að í þeim fólst ógn við þá sem
fóru með völdin, konungdæmið, aðalinn og kirkjuna. Þess vegna,
þótt þær hafi smellpassað inn í stjórnmála- og hugmyndasamhengið
á sínum tíma, urðu þær undir og gott betur en það, þær týndust og
gleymdust. Gagnbyltingaröflunum tókst að jarða þær að því er
virðist fyrir fullt og fast.
Vissulega höfðu byltingarnar sín áhrif, en fátækir urðu útundan.
Í fyrsta lagi í þeim skilningi að ofan á urðu þau viðhorf að fátæktin
stafaði af breyskleika hinna fátæku frekar en samfélagsgerðinni.
Condorcet og Paine höfðu haldið því fram að í markaðssamfélagi
yrði að gera ráð fyrir því að allir, ekki bara þeir sem væru veikgeðja,
gætu misst tilverugrundvöll sinn. Í öðru lagi urðu hinir fátæku
útundan í þeim skilningi að eign varð skilyrði kosningaréttar. Þar
með fengu eignalausir afmarkaða pólitíska sjálfsmynd sem aftur
leiddi til þess að settar voru fram áhrifamiklar stefnur í nafni þessar-
ar stéttar, sósíalískar og marxískar, þar sem menn, ólíkt Condorcet og
Paine, höfnuðu markaðssamfélaginu og framan af raunar líka full-
trúalýðræðinu.
eins og áður sagði fjallar bókin í vissum skilningi um það sem
ekki varð og það má leika sér með niðurstöðuna, velta því t.d. fyrir
sér hvort kommúnistaávarpið hefði orðið til eða fengið hljómgrunn
ef gagnbyltingaröflin hefðu farið mýkri höndum um tillögur
Condorcets og Paines. Gareth Stedman Jones neitar sér um það, en
dregur í lokakaflanum fram nokkur atriði úr breskri sögu sem hann
segist skilja betur eftir að hafa grafið upp löngu gleymdar hug-
myndir Paines og Condorcets um almannatryggingar, það samhengi
sem þær spruttu úr og viðtökurnar. Þar á meðal eru stórar sagn -
fræðilegar spurningar um þróun bresku iðnbyltingarinnar og
óvenju leg hollusta breskra sósíalista við konungdæmið (og jafnvel
aðalinn).
Ragnheiður Kristjánsdóttir
góð saga 41
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 41