Saga - 2010, Blaðsíða 158
kynþættir en hinn hvíti, konur var þar hvergi að finna og lágstétt-
um var lýst sem „vandamáli“ sem biði hins siðaða samfélags að
leysa. Ritun sagnfræðiverka á þessu tímabili í sögunni — fram yfir
miðja 20. öld — miðaðist við að þjóna samfélagi sem var bæði í mót-
un og helgaðist af hugmyndum um ameríska drauminn.6
Andrúmsloft kalda stríðsins varð ekki til að draga úr þessu hlut-
verki sagnfræðinnar. Sem fræðigrein var henni ætlað að þjóna
ákveðnu hlutverki og fjölmörg viðfangsefni mátti ekki ræða — þau
komust aldrei á dagskrá sagnfræðinnar. Mótandi samfélagsöfl lögðu
allt traust sitt á einingu þeirra sem voru að berjast við sameiginleg-
an óvin í austri; dómur þeirrar sögu var ekki aðeins rangur, heldur
byggðist hann á stórfelldum blekkingum um liðna tíð. Litlu máli
skipti úr hvorri áttinni var horft — austri eða vestri — sagnfræðing-
ar á hvoru svæðinu fyrir sig þjónuðu sínum herrum án mikilla und-
anbragða.7 Hvernig gat slíkt samfélag til dæmis tekist á við hel -
förina og vitnisburð fólks sem lifði af fangabúðir nasista? eina leiðin
var að sniðganga hann; hagsmunir heildarinnar skiptu meira máli
og óvinurinn var þekktur og augljós.8 Þessi tegund sagnfræði heitir
á ensku „consensus history“, sem ég hef nefnt á íslensku samfellu-
sagnfræði (mætti ef til vill líka nefna einingarsagnfræði).9 Hún hefur
sigurður gylfi magnússon158
Press 2004), og Jon Wiener, Historians in Trouble: Plagiarism, Fraud, and Politics in
the Ivory Tower (New york: New Press 2005).
6 Rannsóknir á félagslegum hreyfanleika (e. social mobility) í Bandaríkjunum sner-
ust mikið til um það hvort mögulegt væri að sýna fram á hvað hefði falist í
ameríska draumnum. Sjá Hartmunt kaelble, Historical Research on Social
Mobility. Western Europe and the USA in the Nineteenth and Twentieth Century
(New york: Columbia University Press 1981).
7 Umfjöllun Richards J. evans er forvitnileg í þessu sambandi þar sem hann dreg-
ur svo áberandi taum vestrænnar sagnfræði í samanburði við hina sovésku
sögu. Sjá Richard J. evans, In Defense of History (London: W.W. Norton &
Company 1997), bls. 30.
8 Nefna má fleiri atburði og fyrirbæri sem féllu illa að samfellusagnfræðinni og
fengu þarafleiðandi ekki nægilega umfjöllun. Saga þjóðarbrota í „gamla“ heim-
inum (evrópu og víðar) og saga þrælahalds meðal annars í Bandaríkjunum eru
dæmi um efni sem var ýtt til hliðar sem óæskilegu viðfangsefni. Um helförina
og deilur um merkingu hennar má til dæmis lesa í eftirfarandi riti: Charles
Maier, The Unmasterable Past: History, Holocaust, and German National Identity
(Cambridge, Mass.: Harvard University Press 1988).
9 Peter Charles Hoffer gerir þessu hugtaki mjög góð skil í verki sínu. Sjá til dæmis
allan kafla 2 í Past Imperfect, bls. 32–61. einnig má benda á skilgreiningu mína í
bókinni Sjálfssögur. Minni, minningar og saga. Sýnisbók íslenskrar alþýðu -
menningar 11 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2005), bls. 341–342.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 158