Saga - 2010, Blaðsíða 100
steinunn kristjánsd. og gísli kristjánss.100
klaustur því 60 hundruð í Borgarhöfn en jörðin var metin á 80
hundruð. Átti Skálholtsstóll líka 20 hundruð í henni um tíma.
Hluturinn í Borgarhöfn og fjaran í Öræfunum voru einu eignir
Skriðuklausturs í Austur-Skaftafellssýslu.
Í landi Borgarhafnar í Suðursveit er Hálsaós eða Hálsahöfn. Á
klausturtímanum var þar helsta verstöðin í Suðursveit og þangað
sóttu eyfirðingar, Þingeyingar og Fljótsdælir á vertíð. Svo var í það
minnsta fram til 1573 þegar miklir skipstapar verða þar.17 Þegar kom
fram á 18. öld höfðu landbrot og sandburður eyðilagt endanlega
þessa eftirsóttu eign.18 Þessir atburðir allir urðu þó eftir að klaustur-
tíma lauk á Skriðu en Borgarhöfn varð konungseign með öðrum
jörðum klaustranna eftir siðbreytinguna. Í kaupbréfinu með
Borgarhöfn segir að þessi hluti verði „Skriðuklaustri til ævinlegrar
eignar og frjáls forræðis“19 þótt náttúruöflin hafi gripið þar inn í og
eyðilagt verstöðina í landi jarðarinnar. Skriðuklausturslénið hélt
þannig ítökum sínum í Borgarhöfn sem og öðrum útvegsjörðum. Því
er ekki undarlegt að í úttekt á klaustureignunum frá árinu 1598 sé
einmitt „skreiðarskemma“ meðal húsa á Skriðu og í henni 41 fiskur.20
Rétt eftir aldamótin 1700 safnaði Ísleifur einarsson sýslumaður
efni í jarðabók um svæðið á milli Lónsheiðar og Skeiðarársands. Um
Borgarhöfn sagði hann: „Útræði á jörðin við Hálsahöfn. Vermanna -
skálar voru þar að fornu, 10 eður 12“.21 Þetta bendir til að verstöðin
hafi í byrjun 18. aldar verið farin að láta mjög á sjá þótt hugsanlega
væri enn róið þaðan.
Borgarhöfn tilheyrði Skriðuklaustursumboði fram til ársins 1743.
Þá gaf Danakonungur kirkjunum í einholti og á kálfafellsstað í
Hornafirði hlut klaustursins í jörðinni, 30 hundruð hvorri.22 Skriðu -
klaustur missti þar með ítök sín í Suðursveit.
17 Biskupaannálar Jóns egilssonar, Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að
fornu og nýju I (kaupmannahöfn 1853), bls. 108. Sjá einnig Torfi Steinþórsson,
„Sjósókn í Austur-Skaftafellssýslu á dögum árabáta“, Skaftfell ingur 11 (1996),
bls. 49–50, og Sigurður Þórarinsson, „Sambúð lands og lýðs í ellefu aldir“, Saga
Íslands I. Ritstj. Sigurður Líndal (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag og
Sögufélag 1974), bls. 90–91.
18 Sigurður Þórarinsson, „Sambúð lands og lýðs í ellefu aldir“, bls. 90–92.
19 DI IX, bls. 123.
20 Heimir Steinsson, Saga munklífis að Skriðu í Fljótsdal, bls. 46 og 88.
21 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns XIII: Fylgiskjöl (kaupmannahöfn og
Reykjavík: Hið íslenska fræðafélag og Sögufélag 1990), bls. 430–431.
22 Jarðatal á Íslandi. Útg. Jón Johnsen (kaupmannahöfn 1847), bls. 4.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 100