Saga - 2010, Blaðsíða 202
að um 8.000 Tyrkir hafi látið lífið í innrásinni, en um 300 Grikkir
verið drepnir eða særðir. Meðferð Grikkja á óbreyttum borgurum
þótti með ódæmum, ekki síst þegar um þúsund tyrkneskir karlar,
konur og börn voru miskunnarlaust brytjuð niður í nálægu gili.
Hálfu ári síðar, 11. apríl 1822, svöruðu Tyrkir fyrir sig með því að
gera árás á kíos, eina auðugustu eyju Grikklands, og efna til
blóðbaðs sem franski málarinn Delacroix gerði víðfrægt með mál-
verki sem Loðvík XVIII. keypti handa Louvre-safninu í París. For -
ingi Tyrkja var kara Alí og sýndi enga miskunn. Talið er að 100–
120.000 Grikkir hafi búið á kíos. eftir ófarirnar voru eyjarskeggjar
innan við 20.000. Dánartalan var kringum 25.000, en um 45.000 voru
seldir í ánauð, þeirra á meðal konur og börn úr bestu fjölskyldum
eyjarinnar. Heilir skipsfarmar af þrælum voru sendir til Miklagarðs
og egyptalands, og þrælamarkaðurinn í Smyrnu var lengi fjölsóttur
og dró til sín kaupendur hvaðanæva úr Litlu-Asíu.
Fyrri hluta árs 1822 sátu Grikkir um Akrópólis í Aþenu þar sem
Tyrkir höfðu búið um sig. Snemma í mars útvegaði kólettís hermál-
aráðherra umsátursliðinu tvær sprengjuvörpur og önnur skotfæri,
en umsátrið fór ekki að bera árangur fyrr en Grikkir höfðu lagt hald
á einu vatnslind háborgarinnar, sem var utan múra, og varið
mánuði til að grafa göng undir varnarvegginn við suðvesturhorn
hennar og sprengt op á hann. eftir tæplega fjögra mánaða bardaga
gáfust Tyrkir upp 22. júní 1822. Um 1150 Tyrkir voru felldir, en 550
leituðu hælis í erlendum sendiráðum. Grikkir misstu um 300 menn.
Tyrkir höfðu meðal margs annars unnið það sér til óhelgi að
drepa fjölskyldufeður, sem þeir höfðu tekið til fanga, og hengja lík
þeirra utan á veggi Akrópólishæðar. Sömuleiðis hafði einn af for-
ingjum þeirra, Ómer Vríónís, kennt liði sínu leik sem hann nefndi
Grikkjaveiðar. 50 til 100 riddarar fóru saman út í nálægar sveitir á fót-
fráum fákum til að leita uppi bændur og búalið. Þegar þeir höfðu
safnað saman álitlegum hópum var þeim leyft að taka til fótanna og
freista undankomu, en þá hleyptu riddararnir fákum sínum og
sölluðu fórnarlömbin niður með byssum eða sveðjum. Þeir sem
sluppu lifandi voru pyndaðir til dauða eða stjaksettir.
Í júlí 1822 kom til sögunnar ötull herforingi, auknefndur Dramalí,
og hafði á að skipa fjölmennasta herafla Tyrkja síðan árið 1715,
þegar þeir ráku Feneyinga af höndum sér, sennilega um 20.000
manns; þar af tveir-þriðju riddaralið. Þúsund manna lið Grikkja
hörfaði undan á kórinþueyði og Dramalí lagði kórinþu undir sig.
300 manna lið Grikkja á háborginni Akrókórinþos hörfaði undan. Á
sigurður a. magnússon202
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 202