Saga - 2010, Blaðsíða 59
Vallalaug liggur skammt frá ytra-Vallholti, mjög miðsvæðis í
héraði, og var sjálfsagt heppilegri samkomustaður en Hegranes að
því leyti. Laugin lá líka vel við ferðum manna sem fóru um héraðið
að vestan, sunnan, austan og norðan.21 Vallalaug liggur enn fremur
vel við umferð fram eða norður Langholt.22 einnig er legan góð fyrir
ferðir að vestan um Vatnsskarð og austur yfir vötn, um Öxnadals-
heiði og Hörgárdalsheiði. Þá liggur laugin vel við hálendisferðum
að sunnan um Gilhagadal eða Mælifellsdal þegar haldið skyldi fram
Langholt eða austur yfir Héraðsvötn og áfram, t.d. að Hólum eða
lengra út með firði.23
Aðdráttarafl laugarinnar er mikilvægt í þessu sambandi. Lands -
menn tíðkuðu mjög á 12. og 13. öld að lauga sig; þeim sem sögðu
Ljósvetningasögu fannst eðlilegt að menn á leið úr eyjafirði til
þingstaðar í Hegranesi kæmu við hjá Vallalaug, líklega til að lauga
sig eða finna fólk að máli.24
Hugsanlegt er að margir sem komu að austan hafi kosið að fara
frá Víðivöllum vestur um Jökulsá. Vallalaug hefur svo, kannski með
öðru, dregið menn enn norðar, norður fyrir Vallholt. en þá stefndu
líka þeir sem komu vestur yfir Öxnadalsheiði beint á Víðimýri og
Vatnsskarð og þangað var för margra sjálfsagt heitið hvort sem var.
ekki þó allra, eins og Ljósvetningasaga bendir til.25
Vellir í Hólmi voru mikil viðmiðun sem áfangastaður um 1800
og síðar af því að þar var ekki einungis ferja heldur líka vað á
milli skarðs og feykis 59
21 Hæðin Vallholt sem hér er nefnd svo, mun hafa nefnst Vallholtshóll eða
Vallhóll á síðari öldum.
22 Langholtið liggur milli Staðarár í norðri (sunnan Reynistaðar) og Grófargilsár
í suðri. Glaumbær og Seyla teljast líka vera á Langholti.
23 Um ferðir yfir kjöl og Stóra-Sand og áfram um umrædda dali, sjá t.d. Þorláks
sögu byskups C. Biskupa sögur II. Útg. Ásdís egilsdóttir. Íslenzk fornrit XVI
(Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 2002), bls. 275. enn fremur Árna sögu
biskups. Biskupa sögur III. Útg. Guðrún Ása Grímsdóttir. Íslenzk fornrit XVII
(Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1998), bls. 72, 74 og 158. Og líka Lárentíus
sögu biskups, sama rit, bls. 321, sbr. nm.
24 Ljósvetninga saga, bls. 87.
25 Mögulegt hefur verið þeim sem komu að austan að fara t.d. yfir Jökulsá frá
Sólheimum, hafi áin verið fær þar, og um Reykjatungu þar sem hún er lægst og
koma að Reykjum þar sem Reykjalaug er. Skammt undan eru Reykja vallalaug,
Steinsstaðalaug og Skíðastaðalaug og leið áfram um Mælifellsdal eða Gilhagadal
og inn á hálendið. Reykjarhólslaug (í Varmahlíð) hefur kannski ekki haft aðdrátt-
arafl sem baðstaður. Sem fyrr er sagt hefur Vallalaug líklega haft meira aðdráttar -
afl en Reykjalaug og Reykjarhólslaug. Auk þess var Hólmurinn frægur fyrir það
að þar mátti spretta úr spori en Reykjatunga var ekki eins greiðfær.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 59