Saga - 2010, Blaðsíða 98
steinunn kristjánsd. og gísli kristjánss.98
klaustra.9 Þetta hefur verið allstór stofnun og eina klaustrið austan
Vatnajökuls.
Hvarvetna störfuðu klaustrin sem útstöðvar kaþólsku kirkjunnar.
Hlutverk þeirra var umfram annað að sinna félagsmálum innan
þeirra samfélaga þar sem þau störfuðu, líkt og gert var á Skriðu -
klaustri. Þau voru griðastaður fyrir sjúka, aldraða og fátæka, sam hliða
því að vera gistihús fyrir ferðalanga, skóli og bænasetur. Þau útdeildu
mat og veittu húsaskjól til þeirra sem þess þurftu en tóku einnig að
sér menntun prestlærlinga og próventufólk til framfærslu.10
Til að geta staðið undir þessu grundvallarhlutverki sínu þurftu
klaustrin að afla tekna og liggja vel við aðdráttum ef þar dvöldu
jafnvel tugir manna. ef litið er til klaustra á Bretlandi og í Suður-
Skandinavíu, þá stóðu þau undantekningarlaust við þjóðbraut eða
inni í bæjum. ekkert þeirra stóð einangrað. Þannig var það einnig á
Íslandi. kaþólsku klaustrin stóðu væntanlega öll í alfaraleið þótt það
sé ekki alltaf augljóst í dag. Skriðuklaustur stóð innarlega í Fljótsdal,
nærri leiðarenda inn dalinn eins og samgöngum er háttað nú á tím-
um. Miðað við aðstæður í dag hefði verið eðlilegra ef klaustrinu
hefði verið fundinn staður á Úthéraði eða Fjörðunum.
Viðskipti í Suðursveit og víðar
Tekjur til rekstursins fengu klaustrin með ýmsum hætti. Skiptu
landskuld og leiga kúgilda á klausturjörðunum þar að líkindum
mestu máli en einnig vertollar og sjávarafli af útvegsjörðum klaust-
ursins. Á þessum tíma var töluverður útflutningur á skreið og hart
um hana barist. Skreið var eftirsótt vara í evrópu og hún því í háu
verði.11 Áhugi príoranna á sjávarjörðum vekur þess vegna sérstaka
athygli í þessu sambandi. Um hann ályktar Heimir Steinsson sem
svo í ritgerð sinni um munklífi að Skriðu að „… klausturjörðunum í
fjörðum niðri er kirfilega raðað með sjó fram og greinilega hyllzt til
9 Samson B. Harðarson „klausturgarðar á Íslandi“, Skriðuklaustur: evrópskt mið -
alda klaustur í Fljótsdal, bls. 101–112.
10 Sjá t.d. Olaf Olsen, „De danske middelalderklostres arkæologi“, Hikuin 23
(1996), bls. 7–27; Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Ný heimsmynd. Siðbreyting, siða -
skipti, siðbót (Reykjavík: Nýja bókafélagið 2000), bls. 32, og Roberta Gilchirst og
Barney Sloane, Requiem.
11 Sjá t.d. Jón Þ. Þór, Saga sjávarútvegs á Íslandi I (Akureyri: Hólar 2002), bls. 135 og
Helgi Þorláksson, „Öld kirkjuvalds 1520–40“, Saga Íslands VI. Ritstj. Sigurður
Líndal (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag og Sögufélag 2003), bls. 30–40.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 98