Saga - 2010, Blaðsíða 238
líka átt við framkvæmd í merkingunni dómsniðurstaða, lagasetning eða
þegar áform verða að engu.
Hér mætti nefna umfjöllun um viðhorf til fallvatna á fyrsta áratug 20.
aldar. Vitnað er í ljóð Þorsteins erlingssonar um Dettifoss, „Við fossinn“ frá
1907, til að sýna andstæð sjónarmið Þorsteins og einars Benediktssonar, en sá
fyrrnefndi var þeirrar skoðunar að þjóðin ætti að eiga fossinn ósnortinn.
Tilvitnun í ljóð Þorsteins er stytt en greinilegt er að Unnur Birna telur hana
nógu mikilvæga til að taka nánast heila síðu í ritgerðinni. Á næstu síðu segir
hins vegar að „framfarahugur og óþreyja eftir virkjunum“ hafi ráðið „ferð -
inni í viðhorfum til fossanna í byrjun 20. aldar“ (43). Skipti afstaða Þorsteins
og ljóð hans þá engu máli? Unnur Birna segir sjálf að skáldin hafi verið
áhrifamestu slagorðasmiðir aldamótaáranna, og líklega má slá því föstu að
Þorsteinn hafi ekki verið neinn utangarðsmaður í íslensku samfélagi eftir
aldamótin þótt hann bærist ekki með straumnum. Mótaðist afstaða hans til
verndunar fossins kannski fyrst og fremst af andstöðu við ríkjandi viðhorf?
Þetta hefði mátt skýra í stað þess að spandera heilli blaðsíðu undir ljóðið.
Það sama á við í umfjöllun um svonefnt fossamál. Þegar kemur að því
að greina frá upphafi umræðu um náttúruvernd á Íslandi segir: „Umræða
um náttúruvernd var ekki þáttur í fossamálinu“ (bls. 81). Þessi túlkun er í
sjálfu sér ekki röng, en hún kemur í veg fyrir að sjónum sé beint nægilega
vel að mjög áhugaverðum staðreyndum sem dregnar eru fram áður en þessi
niðurstaða er fengin, meðal annars staðreyndum varðandi umræðuna í
kringum söluna á Gullfossi. Af hverju er afstaða Sigríðar frá Brattholti og
fjölskyldu hennar, Þorsteins erlingssonar, Jónasar frá Hriflu, Hannesar Þor -
steinssonar, að nokkru leyti, og Matthíasar Þórðarsonar frá þessum tíma
ekki greind og skýrð sem hugsanlegt upphaf náttúruverndarsjónarmiða á
Íslandi? er það af því að þessi sjónarmið höfðu ekki sýnileg áhrif í fram-
kvæmd eða af því þau eru ekki nægilega tengd lagasetningu á þessu sviði
sem kemur ekki fram fyrr en rúmum fjörutíu árum síðar? Viðhorf þessara
manna og kvenna eru nokkuð nákvæmlega rakin en ekki nægilega skýrð
eða tengd saman. Hvað bjó að baki afstöðu Jónasar frá Hriflu til friðunar
Gull foss og hvað átti hann í þessu sambandi sameiginlegt með Brattholts -
fólkinu? Markaðist afstaða hans kannski fyrst og fremst af andstöðu við
áburðarverksmiðjur og framfarir í landbúnaði sem myndu raska búsetu til
sveita? Og hversu sterk og hversu útbreidd voru þessi friðunarsjónarmið?
eitthvað hlýtur að hafa búið að baki þeim orðum klemensar Jónssonar land-
ritara að það næði ekki „neinni átt“ að hafa Gullfoss „til prýðis“ (54).
Þriðja dæmið um það hvernig atburða- og framkvæmdasagan valtar yfir
mikilvægar heimildir um náttúrusýn Íslendinga varðar umræðu um Norð -
lingaölduveitu og breytta afstöðu framsóknarmanna til verndunar Þjórsár -
vera og stækkunar friðlands árið 2001. yfirlýsingar Guðna Ágústssonar og
Sivjar Friðleifsdóttur um að ekki bæri að skerða friðlandið mörk uðu tíma-
mót í sögu Framsóknarflokksins og hljóta að skipta máli í ritgerð um nátt-
sigrún pálsdóttir238
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 238