Saga - 2010, Blaðsíða 71
settu og gátu sett niður deilur í fæðingu og völd þeirra jukust.
Leiðtogum kirkjunnar þóttu ekki allir veraldarhöfðingjar fara vel
með vald sitt, því kvartað var undan ofbeldi og yfirgangi við hina
lægst settu.
Friðarbarátta kirkjunnar hófst við lok 10. aldar, lagt var að ver-
aldlegum höfðingjum að ganga á guðs vegum og koma á guðsfriði.
Duby miðar við kastalahöfðingja sem skyldu verða til fyrirmyndar
um þetta og kastalar þeirra þóttu „well placed to serve as the main
support of the secular powers charged with supporting the clergy’s
attempts to enforce the peace“.58 Friðarhreyfingin varð afar sterk á
11. öld og sjálfsagt þótti að hinir „sterku menn“ væru gæslumenn
friðar. kom ósjaldan fyrir að voldugir höfðingjar réðust á keppi-
nauta sína undir því yfirskyni að þeir ryfu frið eða virtu hann ekki.59
Verður það að teljast allgott vitni um hversu áhrifarík þessi friðar-
hreyfing var.
Fram kom að Ásbirningar hafa verið taldir valdamestir í Skagafirði
þegar fyrir 1100 og ráðið þar öllu á 12. öld. Á hinn bóginn eru þeir
taldir hafa búið víða í héraðinu, hver um sig, farið á milli búa. Þetta
virðist ekki koma vel heim og saman við hugmyndir um það að
myndun héraðsríkja hafi fylgt að til urðu sérstakar valdamiðstöðvar
miðsvæðis. Áður en unnt yrði að ræða það nánar var nauðsynlegt
að brjóta til mergjar hvenær Ásbirningar munu hafa orðið öðrum
sterkari í Skagafirði; niðurstaðan er að það hafi vart orðið fyrr en um
1190, í tíð kolbeins Tumasonar. Þá voru líklega að ryðja sér til rúms
hugmyndir um nauðsyn þess að „sterkir menn“ tækju völd, mynd -
uðu héraðsríki og kæmu á friði.
Höfðingjasetur — kirkjumiðstöð — valdamiðstöð
Skiljanlegt er að kirkjubýlið Víðimýri skyldi verða höfðingjasetur,
vegna legu sinnar og stærðar jarðarinnar; hún var 60 hundruð að
stærð og því höfuðból, samkvæmt skilgreiningu, en meðaljörð er
milli skarðs og feykis 71
58 George Duby, „The evolution of Judicial Institutions“, bls. 39, sbr. bls. 35–36,
39–40, 41, 42, 47–48 og 56. — Robert Fossier, „Rural economy and Country
life“, bls. 47–8, 50–53.
59 ernst-Dieter Hehl, „War, Peace and the Christian Order“, The Cambridge
Medieval History IV. Ritstj. David Luscombe & Jonathan Riley-Smith (Cam -
bridge: Cambridge University Press 2004), bls. 189–95.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 71