Saga - 2010, Blaðsíða 250
AF AÐALFUNDI SÖGUFÉLAGS 2 0 1 0
Aðalfundur Sögufélags var haldinn laugardaginn 23. október 2010 í
húsnæði félagsins að Fischersundi 3 og hófst hann kl. 15:00. Forseti
félagsins setti fund og skipaði Má Jónsson prófessor fundarstjóra.
Súsanna Margrét Gestsdóttir sagnfræðingur var skipuð fundarrit-
ari. Síðan flutti forseti skýrslu stjórnar.
Frá því að síðasti aðalfundur var haldinn 24. október 2009, er
kunnugt um að eftirtaldir félagsmenn hafa fallið frá: Ágúst Sigurðs -
son skrifstofumaður, Ármann Snævarr fv. rektor Háskóla Íslands,
Baldur Pálmason útvarpsmaður, Halldór Bjarnason sagnfræðingur
og aðjunkt við Háskóla Íslands, Hörður Jóhannsson bókavörður,
Jón Hnefill Aðalsteinsson prófessor í þjóðfræði, Jón Marinó Sam -
sonar son handritafræðingur, kjartan Ottósson prófessor í íslensku,
kristinn kristmundsson fv. skólameistari, Óttar kjartansson kerfis -
fræðingur, Róbert F. Sigurðsson menntaskólakennari, Sigurveig
Guðmundsdóttir kennari og kvenréttindakona, Þorkell Grímsson
fornleifafræðingur, Þorvaldur G. Jónsson bóndi og bókavörður og
Þorvaldur Garðar kristjánsson fv. forseti sameinaðs þings. Fundar -
menn vottuðu hinum látnu félögum virðingu með því að rísa úr
sætum.
Forseti félagsins hafði nú lokið fyrra ári á tveggja ára kjörtíma-
bili sínu og kom því ekki til forsetakjörs. Allir aðrir stjórnarmenn
skulu kjörnir til eins árs í senn og gaf öll stjórnin kost á sér. Hún náði
kjöri. Á fyrsta fundi stjórnar skipti hún að venju með sér verkum.
engar breytingar urðu: Súsanna Margrét Gestsdóttir sagnfræðingur
verður áfram ritari, Bragi Þorgrímur Ólafsson sagnfræðingur sinn-
ir gjaldkerastarfinu, Unnur B. karlsdóttir sagnfræðingur og Illugi
Gunnarsson alþingismaður eru meðstjórnendur og varamenn eru
sagnfræðingarnir Ólafur Rastrick og Sigurður Gylfi Magnússon.
Skoðunarmenn reikninga eru annars vegar Halldór Ólafsson fyrrv.
útibússtjóri og hins vegar Guðmundur Jónsson prófessor, áður vara -
maður, sem kjörinn var í stað Ólafs Ragnarssonar sem lætur nú af
störfum. Varamaður var kjörinn Gísli Gunnarsson prófessor emeritus.
eftir venjuleg aðalfundarstörf flutti nýbakaður doktor í sagnfræði,
Unnur Birna karlsdóttir, erindið „Náttúrusýn og virkjanir“ og urðu
afar líflegar umræður í kjölfar þess, þar sem bæði sagnfræðingar og
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 250