Saga - 2010, Blaðsíða 161
Íslandi á árabilinu 1830–74.“13 Um þessa skoðun mætti hafa mörg
orð en ég ætla að nefna tvennt: Í fyrsta lagi kemur forsenda hennar
nokkuð á óvart þar sem um er að ræða tímabil stórfelldra breytinga
bæði í lýðfræðilegu tilliti og menningarlegu, svo ekki séu önnur svið
nefnd. Í öðru lagi vekur athygli að Gunnar skuli aðeins sjá ástæðu
til að fjalla um það sem horfir til framfara — önnur viðfangsefni
vekja ekki áhuga hans væntanlega vegna þess að hann telur þau
hafa orðið stöðnun eða afturför að bráð.14 Slík fyrirbæri höfðu hins
vegar verið uppistaðan í umfjöllun margra menningar- og félags-
sögufræðinga um allan heim í hátt í fjóra áratugi þegar þarna var
komið sögu.
Þeir fræðimenn eru þó sannarlega til á Íslandi sem hafa stefnt
sínum fræðum gegn samfelluhugsuninni. Sem dæmi má nefna að
fyrir nokkrum árum gerði hópur íslenskra hugvísindamanna tilraun
til að nálgast umfjöllun um samtímann á mjög nýstárlegan hátt í
bókinni Flögð og fögur skinn. Bókin tók á menningarumfjölluninni á
allt annan og gagnrýnni hátt en áður hafði verði gert hér á landi og
kynnti til sögunnar ný hugtök og viðfangsefni sem höfðu áhrif á
hvernig hugsað var um menningu á næstu árum.15 Þar voru meðal
annars gerðar tilraunir til að sýna fram á að það eru allt aðrir þættir
sem skipta máli fyrir skilning á samfélagsþróuninni en stjórnmál og
stjórnmálamenn (í þröngum skilningi þessara hugtaka). Þess í stað
var leitað leiða til að staðsetja fræðin í samtímahugmyndum um
menningu, völd, stéttir, kyn og atburði.
Póststrúktúralískar hugmyndir snúast að stórum hluta um þessa
hugsun, þ.e. að afbyggja tengsl tungumáls og valds; að sýna fram á
hvernig tungumálinu er beitt af valdhöfunum til að skapa hagfellda
strúktúra í kringum hugmyndir sínar um samfélagið.16 Margt
dómur sögunnar er ævinlega rangur! 161
13 Gunnar karlsson, „Upphafsskeið þjóðríkismyndunar 1830–1874“, Saga Íslands
IX. Ritstj. Sigurður Líndal og Pétur Hrafn Árnason (Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag og Sögufélag 2008), bls. 168.
14 Þá vakti athygli mína að gagnrýnandi Sögu, Sverrir Jakobsson, sá ekki ástæðu
til að gera þessa fullyrðingu Gunnars að umtalsefni í umfjöllun sinni um
verkið. Sjá Saga XLVII:2 (2009), bls. 230–235.
15 Sjá Flögð og fögur skinn. Ritstj. Jón Proppé (Reykjavík: Íslenska menningarsam-
steypan art.is 1998). Hér má til dæmis nefna grein Geirs Svanssonar bók-
menntafræðingins, „kynin tvö/kynstrin öll. Um kynusla, kyngervisútlaga og
efni(s)legar eftirmyndir“, bls. 124–140.
16 Sjá til dæmis Alun Munslow, Deconstructing History (London: Routledge 1997).
einnig má benda á bók Miguel A. Cabrera, Postsocial History. An Introduction.
Þýð. Marie McMahon (New york: Lexington Books 2004).
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 161