Saga - 2010, Blaðsíða 83
köppum kolbeins unga og mjög nefndur við hernað. Má ætla að
kolbeinn hafi getað haft gott eftirlit með ferðum um héraðið, sat
sjálfur fyrst á Víðimýri og síðan á Flugumýri og naut stuðnings
Vermundar á Ökrum og Hjálms af Víðivöllum.
kolbeinn ungi dó 1245, arftaki hans, Brandur kolbeinsson, sat á
Reynistað. Svo er að sjá að kolbeinn hafi einungis átt heima á Flugu -
mýri eftir 1233, hvergi annars staðar.94 Rök eru þó til að ætla að
hann hafi haft umboðsmenn á Víðimýri. Ingigerður, systir Brands
kolbeinssonar, var á Víðimýri 1246, sjálfsagt húsráðandi. Sonur
hennar var Arnór eiríksson, einn fylgdarmanna Brands og síðar
hirðmaður Hákonar gamla og átti heima á Víðimýri 1253.95 Síðar bjó
þar kálfur, sonur Brands, og var í röðum fyrirmanna, einn þeirra
sem samþykktu Gamla sáttmála 1262 (Gissurarsáttmála). er senni-
legast að kolbeinn ungi hafi haft umboðsmann á Víðimýri milli 1233
og 1245 og þá hugsanlega Ingigerði og mann hennar, eirík.
Þannig sat kolbeinn ungi á Flugumýri eftir 1233 og menn hon-
um nákomnir voru á Víðivöllum, Ökrum og sjálfsagt líka Víðimýri.
Líklega hélt hann einnig bú í Ási enda settist Gissur Þorvaldsson að
þar þegar hús á Flugumýri voru brunnin 1253. Og hér er kannski
fengin skýring á því af hverju Ásbirningar héldu tvö og þrjú býli
samtímis. Þeir áttu líklega ekki heima á öllum í senn heldur höfðu
umboðsmenn. Auk þess áttu þeir fulltrúa eða bandamenn á öðrum
mikilvægum býlum.
Hugmyndir um það að Ásbirningar hafi farið reglulega milli búa
sinna til að njóta afraksturs þeirra, líkt og erlendir konungar gerðu
áður en bæir risu, standast tæplega.
Af hverju Flugumýri?
Athyglisvert er að kolbeinn ungi skyldi flytja valdamiðstöð sína frá
Víðimýri að Flugumýri. Hvað olli?
Á það er bent að Snorri Sturluson gerði Reykholt að valdamið-
stöð sinni en þó sat hann í Stafholti frá því í júní 1221, eða fyrr, og til
1224, kannski til 1225. eftirfarandi skýring er gefin í Sturlungu á
milli skarðs og feykis 83
94 Býr þar 1233 og enn 1237 og er sagður eiga heima þar 1244 (Sturlunga saga I,
bls. 367 og 398; II, bls. 48). er ekki getið Víðimýrar í þessu sambandi eftir 1229.
95 Sturlunga saga I, bls. 478, 482 og 493; II, bls. 69 og 83. Í Skagfirðingabók XIII
(1984), bls. 22–33, telst Arnór vera maður Ingigerðar og sama missögn er í
Byggðasögu Skagafjarðar II, bls. 409.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 83