Saga - 2010, Blaðsíða 69
hafa talið sig nógu voldugan til að fara sínu fram og í yfirlýsingu
hans fólst að uppræta deilur og koma á friði. Víst er að oft mun hafa
verið deilt á vorþingum; t.d. munu fæðardeilur hafa valdið óróa. Í
fæðardeilum fóru ofbeldisverk stigvaxandi, hefndarskylda réð för
og tekist var á um heiður og hefnd. Tveir goðar tóku oft að sér mál
hvors deilenda, æ fleiri vöfðust í deiluna en reynt var að sætta and -
stæðinga, m.a. á vorþingum, og var misjafnt hvernig til tókst. Slíkar
deilur ollu tortryggni og flokkadráttum og voru vafalaust oft og
tíðum óhollar bændum um hábjargræðistíma. Hugmynd Guð -
mundar dýra var sjálfsagt að hann ætti einn að vera goði í héraðinu,
stórgoði, og setja niður allar deilur í fæðingu og tryggja frið. Slíkar
hugmyndir hljóta að hafa átt hljómgrunn í eyjafirði og líka í Rangár -
þingi, Skagafirði og Árnesþingi um þetta leyti, og loks í Borgarfirði
í tíð Snorra Sturlusonar. Hvarvetna náði ein fjölskylda eða einn goði
að verða öllum öðrum voldugri og svo er að sjá að vorþing hafi
verið afnumin eða a.m.k. haldin óreglulega og þá líklega aðeins ef
stórgoðinn taldi henta.
Mjög líklegt er að í afstöðu Guðmundar dýra birtist áhrif frá
hinni alþjóðlegu friðarstefnu kirkjunnar. Í tengslum við krýningu
Magnúsar erlingssonar í Noregi voru sett lög um landsfrið í anda
kirkjunnar. Hlutur bændaþinga í löggjöf var minnkaður og refsing-
ar friðspilla auknar.53 erkibiskup stóð fyrir krýningu Magnúsar 1163
eða 1164 að viðstöddum sendimanni páfa. Þarna voru og viðstadd-
ir margumræddur Brandur biskup á Hólum og Jón Loftsson í Odda;
þá tók Magnús við frændsemi Jóns.54 Jón hefur þekkt vel hug-
myndir um að sterkir höfðingjar kæmu á friði; um 1190 voru hann
og fjölskylda voldugust allra í Rangárþingi og loks mynduðu Odda -
verjar varanlegt héraðsríki. Vel má vera að Brandur biskup hafi stutt
kolbein Tumason til valda, lagt blessun sína yfir að hann færi með
goðorð kolbeins kaldaljóss.
Sú þróun að drægi úr valdi bænda á þingum og höfðingjavald
ykist að sama skapi er þekkt á meginlandi evrópu, breytingin varð
á bilinu 900 til 1100. Megineinkenni var að höfðingjar hrifsuðu til sín
dómsvald og afnámu þing. Þeir kváðu á um yfirráðasvæði sín og
milli skarðs og feykis 69
53 knut Helle, Norge blir en stat 1130–1319. Handbok i Norges historie 3 ( Bergen,
Oslo, Tromsø: Universtetsforlaget 1974), bls. 62–63, 186–7. — Sverrir Jakobsson,
„Friðar viðleitni kirkjunnar á 13. öld“, Saga XXXVI (1998), bls. 16–17.
54 Heimskringla III. Útg. Bjarni Aðalbjarnarson. Íslenzk fornrit XXVIII (Reykjavík:
Hið íslenzka fornritafélag 1951), bls. 395.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 69