Saga - 2010, Blaðsíða 87
en auðvitað verður líka að hafa ýmislegt annað í huga þegar
metið er staðarval kolbeins. Flugumýri var t.d. enn stærri jörð, 100
hundraða en Víðimýri 60 hundraða, og Flugumýri sjálfsagt höfðing-
legri að þessu leyti.
kolbeinn mun hafa vandað mjög til bygginga á Flugumýri, ætl -
aði bænum líklega að verða varanleg valdamiðstöð. Þar var t.d.
kjallari undir litlu stofu árið 1233, líklega steinhlaðinn og lýsir við -
höfn og metnaði. Árið 1253 voru „öll hús mjög vönduð að smíð“ á
Flugumýri enda hún þá talin virðulegasti bær í Skagafirði, fyrir utan
staðinn á Hólum. Stofan var t.d. um 13 metra löng og sex metra
breið og þar mátti halda góðar veislur.108 Þegar Þorgils skarði var
orðinn höfðingi í Skagafirði, 1256, hélt hann bændum veislur og fór
sjálfur að veislum til þeirra. „Þótti þeim nú kolbeinn aftur kominn
og endurborinn og þá langaði æ eftir“, segir í Þorgils sögu.109 Glæsi -
legur húsakostur jók sjálfsagt miðstöðvargildi Flugumýrar. er þess
að minnast að völd færðu kolbeini tekjur, hann innheimti sauðatoll
sem hefur verið umtalsverður, og gat hann því staðið í framkvæmd -
um frekar en ella.
Líklegt er að mörgum hafi leikið hugur á að sjá Flugumýri í tíð
kolbeins. Sagt er að Jón biskup Ögmundsson hafi ætlast til að menn
í sýslu hans og allra helst innan héraðs kæmu a.m.k. einu sinni á ári
til Hóla.110 ekki er líklegt að fólk hafi hlýtt þessu nákvæmlega en
margir hafa sótt heim til Hóla og þá kannski fundið tilefni til að
koma við á Flugumýri og skoða sig um á staðnum.
Þegar rætt er um að kolbeinn hafi tekið Flugumýri fram yfir
Víðimýri og gert þar varanlega valdamiðstöð verður þó að hafa í
huga að hann hafði líklega umboðsmenn áfram á Víðimýri. Hann
var enn við sama samgöngumöndul um miðbik héraðsins, hafði
aðeins fært sig af öðrum enda hans yfir á hinn.
Sjónarmið af því tagi sem hér var lýst um val bústaðar skiptu
kannski minna máli þegar landsmenn höfðu gengið konungi á hönd
og þingmannafylgi var ekki eins mikilvægt. Gissur Þorvaldsson var
orðinn jarl 1258, hann sótti völd sín til konungs og ákvað að gera
Reynistað að setri sínu og eins kaldaðarnes í Flóa. Þess er þó að
gæta að Gissur hafði komið sér fyrir á hinni miðlægu Flugumýri en
milli skarðs og feykis 87
108 Sturlunga saga I, bls. 367 og 494. Lýsingin er miðuð við tíma Gissurar
Þorvaldssonar á staðnum, árið 1253, en gildir líklega að miklu leyti fyrir tíma
kolbeins unga (d. 1245).
109 Sturlunga saga II, bls. 207.
110 Jóns saga ins helga, Biskupa sögur I, bls. 216.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 87