Saga - 2010, Blaðsíða 203
10 dögum hafði Dramalí mótstöðulítið lagt undir sig mikil land-
flæmi. Til að hefta frekari för hans gripu Grikkir til þess ráðs að
svíða akra og brenna allar kornbirgðir. Í Argos voru Grikkir fálið -
aðir, en Dímítrios Ipsílantis kom á vettvang með 700 manna lið.
Hann gafst upp fyrir Tyrkjum 3. ágúst og eitt voldugasta virki
Grikkja var fallið.
kólókótrónis var skipaður yfirmaður alls gríska heraflans á
Pelopsskaga. Dramalí átti við vaxandi vandamál að etja. kjötbirgðir
á svæðinu voru gengnar til þurrðar og vatn mjög af skornum
skammti. Sléttan sunnan við Argosvirkið, þar sem Tyrkir athöfnuðu
sig, var svæði vínekra, skurða og lækjarfarvega, sem voru ridd-
araliði Tyrkja til mikils trafala en kjörið athafnasvæði fyrir grískar
skyttur. Dramalí gaf upp vonina um að ná Navplíon á sitt vald og
afréð að hverfa aftur til kórinþu. Hann hafði hinsvegar látið ógert
að setja varðlið við fjallaskörðin þrjú sem hann gat valið um til und-
ankomu. Hann valdi Ðervenakía, djúpt skarð milli Agros-sléttu og
kórinþu, og beið sögufrægan ósigur fyrir kólókótrónis 6.–8. ágúst
1822. Tyrkir misstu 2.000 bardagamenn en Grikkir að eigin sögn ein-
ungis 47 fallna og særða. Herfangið var umtalsvert, 400 ridd-
araliðsfákar, 1300 burðardýr og kringum 700 úlfaldar fyrir utan far-
angur og dýrgripi.
Ósigurinn í Ðervenakía hafði víðtækar afleiðingar. Tyrkneskur
herstyrkur undir stjórn Ómers Vríónís hélt suður á bóginn í Vestur-
Roumelí og settist um Missólongí, en varð frá að hverfa. khúrsjíd
yfirforingi alls herafla Tyrkja norðan kórinþuflóa drap sig á eitri.
Dramalí lést úr hitasótt í kórinþu fyrir árslok. Og kara Alí, foringi
Tyrkja í árásinni á kíos, hafði látist sumarið áður. Þannig höfðu þrír
atkvæðamestu herforingjar Tyrkja fallið frá á hálfu ári.
Missólongí féll í hendur Tyrkjum í apríl 1826. Þar kom Byron
lávarð ur talsvert við sögu, þó ekki tæki hann þátt í bardögum. Hann
hafði verið á flakki um Spán, Möltu, Albaníu og Ítalíu á árunum
1812–1823, þegar hann afréð að halda til Grikklands, farinn að
heilsu, til að veita frelsisöflunum það lið sem í hans valdi stæði, og
þá einkanlega fjárhagsstuðning. Hann hafði selt eigur sínar í
Bretlandi og hafði ráð á að færa Grikkjum 24.000 sterlingspund, sem
nema mundu um milljón pundum í dag. er varla ofsagt að hann
hafi fjármagnað vörnina í Missólongí. Hitt er ekki síður frásagnar-
vert að hann tókst á hendur að fæða og klæða þá sem verst voru
staddir, hvort heldur voru Grikkir eða Tyrkir, og lét sér sérstaklega
annt um ungviði hinnar umsetnu og aðþrengdu borgar. Veikindi
svona deyja hugaðir menn 203
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 203