Saga - 2010, Blaðsíða 95
skreiðin á skriðu 95
sem þá var talsvert stærri en nú, tvö önnur klaustur á kaþólskum
tíma; á kirkjubæ og í Þykkvabæ. Gátu þau þjónað svæðunum sunn-
an jökuls, að Sunnlendingafjórðungi, en Skriðuklaustur austan hans.
Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir á rústum Skriðuklausturs
síðan 2002. Hefur hann leitt í ljós leifar af byggingum sem hafa náð
yfir 1300 fermetra að grunnfleti. Stóðu húsin aðskilin og um 200
metra frá sjálfum Skriðubænum, sem var í byggð á sama tíma.
engar byggingar stóðu þarna fyrir stofnun klaustursins 1494. Hætt
var að nota klausturhúsin eftir lokun klaustursins um 1550. Féllu
þau á árunum eftir það og voru rústir einar samkvæmt úttekt árið
1598.2
Innra skipulag klaustursins var hefðbundið, enda var það byggt
að þekktri forskrift kaþólsku kirkjunnar. 3 Samkvæmt niðurstöðum
uppgraftarins myndaði byggingin álmur húsa sem lágu umhverfis
klausturgarð. Í suðurálmunni var kirkja, í vesturálmu var svefnskáli
bræðranna, í norðurálmunni var eldað og matast en austurálman
nýtt sem geymslur og útihús. Þyrpingunni var lokað með þykkum
vegg en innan hans var einnig sjúkraskáli, staðsettur fjærst svefn-
skála bræðranna eins og gjarnan var gert til þess að aðskilja þá frá
öðrum íbúum klaustursins. klausturgarðurinn var einskonar miðja
klaustursins en þar var einnig brunnur. Jarðsett var allt í kringum
kirkjuna, jafnt inni í klausturgarðinum sem utan hans (mynd 1).
Fyrirliggjandi greiningar á bæði dýrabeinum og skordýraleifum
styðja þá túlkun sem gerð hefur verið á hlutverkum hverrar álmu
klaustursins.4 Lokið hefur verið við að greina dýrabein þau sem
grafin voru upp úr klausturrústunum tímabilið 2002–2007. Fjöldi
2 Heimir Steinsson, Saga munklífis að Skriðu í Fljótsdal, bls. 46.
3 Steinunn kristjánsdóttir, „kanúkaklaustrið að Skriðu í Fljótsdal — heimsmynd
alþjóðlegrar kirkju í íslenskum dal“, Endurfundir. Fornleifarannsóknir styrktar af
Kristnihátíðarsjóði 2001–2005. Ritstj. Guðmundur Ólafsson og Steinunn kristj áns -
dóttir. Rit Þjóðminjasafns Íslands 19 (Reykjavík 2009), bls. 84–85.
4 Albína Hulda Pálsdóttir, Archaeofauna from Skriðuklaustur, East Iceland (New
york: NABO 2006). — Hrönn konráðsdóttir, An Archaeoentomological Research of
Skriðuklaustur Samples I. Skýrslur Skriðuklaustursrannsókna XX (Reykjavík:
Skriðuklaustursrannsóknir 2008). — Hrönn konráðsdóttir, Archaeoentomological
Analysis of Samples from the 2008 Season of Skriðuklaustur Excavation. Skýrslur
Skriðuklaustursrannsókna XXI (Reykjavík: Skriðuklaustursrannsóknir 2008). —
Sheila Hamilton-Dyer, Skriðuklaustur Monastery, Iceland. Animal bones 2003–2007.
Skýrslur Skriðuklaustursrannsókna XXVI (Reykjavík: Skriðuklausturs rann -
sóknir 2010).
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 95