Saga - 2010, Blaðsíða 239
úrusýn Íslendinga þar sem stjórnmálamenn, orð þeirra og gerðir, leika aðal-
hlutverk. Í ritgerðinni fær þessi stefnubreyting framsóknarmanna hins vegar
lítið vægi og dettur manni helst í hug að þar ráði sú staðreynd að vegna þró-
unar mála reyndi aldrei á þessar yfirlýsingar.
Að lokum
Túlkun og meðferð heimilda í þessum þremur dæmum sem hér voru nefnd
er engu að síður í samræmi við lokaorð ritgerðarinnar sem eru þessi: „Áhrif
náttúrusýnar staðnæmist ekki í hugarfarinu heldur breytir maðurinn lands-
laginu í samræmi við viðhorf sín til náttúrunnar. Náttúrusýn Íslendinga
mun því móta náttúru landsins í framtíðinni eins og hún hefur gert til
þessa“ (236). Ég skil þessi orð á þann veg að þau orð sem hafa áhrif og áhrif-
in sjálf mynda kjarna sögunnar. Það má kannski segja að almennt sé gengið
út frá þessum skilningi í hugmyndasögu ríkjandi viðhorfa, en þó gegnir
held ég öðru máli um stíflur, uppistöðulón og stöðvarhús sem tákn um hug-
arfar en til dæmis hugmyndir um þjóðskipulag eða stjórnarhætti, því hug-
myndin að baki mannvirkjunum þarf ekki að standast tímans tönn þótt
táknið standi sem fastast og verði ekki svo auðveldlega fjarlægt. Fullyrð -
ingin í niðurstöðu ritgerðarinnar fær ekki ávallt staðist heldur. Að Gullfoss
hafi ekki verið virkjaður á fyrstu áratugum 20. aldar er ekki heimild um nátt-
úrusýn Íslendinga á þeim tíma, því vilji stjórnvalda stóð til að hefja fram-
kvæmdir og aðrir þættir en náttúrusýn höfðu þar áhrif á myndun lands-
lagsins, þ.e.a.s. það hélst óbreytt vegna þess að ekki tókst að fá fjármagn til
framkvæmdanna. Það sama má segja um lón á eyjabökkum sem aldrei varð
vegna þess að Fljótsdalsvirkjun reyndist ekki nægilega stór fyrir ný áform
um álver, en ekki vegna mótmæla náttúruverndarsamtaka og almennings.
Niðurstaða þessi felur ennfremur í sér nokkuð almenna túlkun á mjög
flóknu orsakasamhengi. Þannig er kárahnjúkavirkjun til dæmis ekki bara
heimild um náttúrusýn Íslendinga á fyrstu árum 21. aldar — og sumir
myndu kannski segja alls ekki — heldur líka vitnisburður um tiltekna
stjórn málastétt, bakgrunn hennar, menntun og sjónarhorn. Og þótt meiri-
hluti kjósenda hafi veitt þessum stjórnmálamönnum umboð sitt til að fara
með völd, og í krafti þess valds hafi virkjun verið reist, þá er ekkert sam-
hengi milli þess tákns sem virkjunin er og náttúrusýnar þjóðarinnar, því hún
var reist nokkru áður en umhverfismál urðu ráðandi kosningamál meðal
þjóðarinnar, eins og kemur reyndar skýrt fram í ritgerðinni. Það sama mætti
auðvitað segja um eldri virkjanir. er Búrfellsvirkjun tákn um náttúrusýn
Íslendinga á 7. áratugnum? Svarið við þeirri spurningu er svo miklu
margþættara en þessi niðurstaða ritgerðarinnar gerir ráð fyrir og rennir
eigin lega stoðum undir það sjónarmið sem hér hefur verið kynnt, þ.e. að
þessi þáttur í náttúrusýn þjóðarinnar liggi frekar í hugmyndunum en þeim
mannvirkjum sem reist hafa verið og mótað hafa landslag á Íslandi.
andmæli 239
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 239