Saga - 2010, Blaðsíða 57
en þótt menn á 19. öld hefðu í hyggju að halda að vestan, t.d. frá
Víðimýri, yfir héraðið og að Hólum var tíðkað að fara um hjá
Vallalaug (sjá kort nr. 1). Þetta kemur fram á korti Björns Gunn -
laugssonar frá 1840 og er sérstakt, því að betur virðist liggja við að
taka beina stefnu frá Húsey um Hólminn að Völlum.13 Og eins mátti
fara nokkru norðar, yfir á land Löngumýrar og um Velli, eins og
nefnt var. Laugin hefur líklega haft aðdráttarafl vegna baða og
mannlífs frá fornu fari en trúlega verið orðið minna um laugarsetur
í tíð Björns en áður var, ef þær voru þá nokkrar. kannski er þetta
helst ábending um að venjur hafi ráðið miklu um leiðir manna.
Það hefur oft verið gestkvæmt á Víðimýri á þjóðveldistíma14 og
stundum leituðu menn annað þegar þeir komu ferðlúnir úr Skarð -
inu, hugsanlega helst að Reykjarhóli. Þar var bær og laug en þeim
sem þetta ritar er ekki kunnugt um setu höfðingja á bænum. Hin
fjölsótta Varmahlíð stendur beint fyrir neðan Reykjarhól, með laug
sinni og greiðasölu, og er arftaki þessa býlis og Víðimýrar sem
áningarstaður. Sturla Sighvatsson og menn hans áðu á Reykjarhóli,
við laug eða bæ, þegar þeir fóru á vit örlaga sinna á Örlygsstöðum
1238, og átu mat á staðnum, víst eitthvað annað en hamborgara og
franskar. Á samnefndum bæ gistu Sturla Þórðarson og menn hans,
haustið 1253, á leið sinni til hins fræga brúðkaups á Flugumýri, enda
var þá fjöldi næturgesta á Víðimýri og allt forsvaranlegt gistipláss
líklega tekið. Ári seinna var Sturla enn á ferðinni og fékk þá inni á
Víðimýri.
Fyrir neðan Vatnsskarð voru því áningarstaðir þeirra sem komu
þreyttir, syfjaðir og svangir að vestan, ekkert síður en tíðkast á okk-
ar tíð. en sumir komu að austan og höfðu viðkomu á Víðimýri áður
en þeir lögðu á Skarðið, svo sem Órækja Snorrason árið 1235.15
Væntanlega gat oft staðið svo á að þeir sem komu nógu langt að
austan kusu Víðimýri sem hvíldarstað á vesturleið sinni.
Þinghald, baðlíf og leiðir við Vallalaug
Í þessum kafla og næsta verður fjallað nánar um það að svæðið á
milli Skarðs og Feykis, eða Víðimýrar og Flugumýrar, var mikilvægt
milli skarðs og feykis 57
13 Haraldur Sigurðsson, Kortasaga Íslands frá lokum 16. aldar til 1848 (Reykjavík:
Menningarsjóður 1978). Myndblað 42. Björn Gunnlaugsson. Uppdráttur
Íslands. (Norðvesturland).
14 Hörður Ágústsson, „kirkjur á Víðimýri“, Skagfirðingabók XIII (1984), bls. 22–23.
15 Sturlunga saga I, bls. 389.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 57