Saga - 2010, Blaðsíða 232
erlendra aðila sennilega besta nýlega dæmið til athugunar, því þær endur-
óma þau átök sem voru um fossafélög og sölu á fossum á fyrstu áratugum
20. aldar og mynda stóran hluta þessarar ritgerðar, og eru þannig kjörið til-
efni til rannsóknar á tengslum hugmynda frá ólíkum tíma.
Í inngangi og fyrsta kafla er fjallað um þau hugtök sem byggt er á í rit-
gerðinni, eins og segir í inngangi, og þar segir einnig að þetta séu þau hug-
tök sem fræðimenn hafa „sammælst um“ (7) að hafi sett mark á vestræna
náttúrusýn nútímans. Þetta er m.a. rómantíska stefnan og þjóðernishyggja,
náttúruvernd og nytjahyggja. ekki virðist því gengið út frá því að hugtök
verði til úr textum og að allt þetta fjall af heimildum sem safnað hefur verið
saman í þessari miklu rannsókn geti á einhvern hátt hugsanlega hróflað við
framangreindum hugtökum. M.ö.o. er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að nota
efni viðinn til að vinna með gamlar hugmyndir og ef til vill búa til ný hug-
tök. Að vísu er í örstuttum öðrum kafla ritgerðarinnar talað um tvístefnu í
náttúrusýn Íslendinga, sem eigi rætur í nýtingarstefnu upplýsingarinnar
annars vegar og rómantískri sýn á fegurð landsins hins vegar, og birtist í
þeirri afstöðu Íslendinga, einars Benediktssonar til Geirs H. Haarde, að vilja
bæði nýta og njóta. Sú tvístefna er sögð hafa skapað togstreitu og um þá
togstreitu snúist deilur þær sem ritgerðin fjallar um. Allt þetta hljómar sann-
færandi út af fyrir sig, en þó spyr maður sig strax: er þessi tvístefna eitthvað
sérstaklega einkennandi fyrir íslenska náttúrusýn? ennfremur: er þessi tví-
stefna jafn rauður þráður í náttúrusýn Íslendinga og Unnur Birna gefur í
skyn? Hafa ekki átökin á allra síðustu áratugum snúist um að nýta og njóta
eða bara njóta? Hafa þeir einstaklingar sem telja að hægt sé að njóta íslenskrar
náttúru þrátt fyrir rask af völdum virkjunarframkvæmda átt í einhverri
togstreitu eða skapar viðhorf þeirra togstreitu gagnvart þeim sem vilja
vernda? Á tímum fossamálsins á fyrstu áratugum 20. aldar skapaði þessi
tvístefna heldur enga sérstaka togstreitu; þá deildu menn einkum um erlent
eignarhald á auðlindunum. Og þegar Búrfellsvirkjun var reist beindist
gagnrýnin fyrst og fremst að álverksmiðju í eigu erlendra aðila, og um -
hverfis sjónarmiðin eða deilan um virkjunina tók fyrst og fremst mið af því:
Lágmarka þyrfti eyðileggingu á landi sérstaklega vegna þess að virkjunin
var reist öðru fremur fyrir fyrirtæki í eigu erlends auðhrings. ef til vill eru
þessar vangaveltur mínar byggðar á misskilningi, en ég verð þó að skrifa
þann misskilning á doktorsefni: Tvístefnuna í íslenskri náttúrusýn hefði
mátt útfæra betur og skýra.
Að þessum fyrstu köflum frátöldum tekur eins og áður segir öll umfjöll-
un ritgerðarinnar mið af framkvæmdum og atburðum, og að mínu viti fer
of mikill hluti hennar í að lýsa framkvæmdum og framgangi deilna með til-
heyrandi sögum af leigusamningum, samningsákvæðum, framkvæmda-
leyfum, stífluhæðum, fundum, niðurstöðum, ályktunum, nefndar skip un -
um, skýrslugerðum, úrskurðum, þingsályktunartillögum, áætlunum, raf -
orku þörf og megavöttum. Auðvitað eru allir þessir þættir hlutar af sögunni,
sigrún pálsdóttir232
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 232