Saga - 2010, Blaðsíða 102
steinunn kristjánsd. og gísli kristjánss.102
að leita lengra að uppruna beinanna úr stórfiskinum í rústum
klaustursins. Dr. Sigfús Schopka fiskifræðingur hefur skoðað beina-
skýrsluna frá Skriðu og niðurstöður greininga á beinunum þaðan.
Hann telur yfirgnæfandi líkur á að þetta sé fiskur veiddur fyrir
sunnan land. Í tölvupósti frá 9. febrúar 2010 segir Sigfús að þorsk-
urinn sé dæmigerður vertíðarþorskur eins og sá sem fæst sunnan-
lands, 10 kíló að þyngd og meira. Mestar líkur eru á að slíkur fiskur
fáist á vertíð vestan Hornafjarðar. Að mati Sigfúsar benda ýsu- og
löngubeinin enn frekar til að aflinn sé kominn sunnan að. Ýsa og
langa af þessari stærð fáist nær aldrei í kalda sjónum fyrir austan.
Sigfús ályktar því sem svo út frá beinaskýrslunni að yfirgnæfandi
líkur séu á að aflinn, annar en hákarl, hafi veiðst í hlýja sjónum vest-
an Stokkness og Hornafjarðar og gæti hafa fengist enn vestar.24
Greiningar sem hafa verið gerðar á fiskbeinum úr fornleifaupp-
gröftum víðar á landinu renna stoðum undir niðurstöðu Sigfúsar.
Sem dæmi má nefna að þorskbein sem grafin voru upp á miðalda-
verslunarstaðnum við Gásir í eyjafirði voru yfirleitt af um 60 cm
löngum fiski.25 Sömu sögu er að segja um fiskbein sem grafin voru
upp úr öskuhaugi við bæinn Akurvík á Ströndum. Við greiningu
mældist meðalstærð þorsks sem þar var neytt einnig um 60 cm.26
Þetta er afli sem vænta má úr kalda sjónum fyrir norðan og austan.
Fornar leiðir til og frá Skriðuklaustri
klaustrið hefur því hugsanlega staðið fyrir flutningi á fiski —
væntanlega hertri skreið — úr Suðursveit og norður í Fljótsdal, ef
marka má niðurstöður beinagreininganna. Og þetta er það stór fisk-
ur að hausarnir hafa einnig verið fluttir, því hausbeinin úr þessum
stórfiski er líka að finna í rústunum á Skriðu.27 en hvaða leið fóru
24 Birt með leyfi Sigfúsar.
25 Ramona Harrison, The Gásir Area A Archaeofauna: An Update of the Results from
the Faunal Analysis of the High Medieval Trading Site in Eyjafjörður, N Iceland.
NORSeC Zooarchaeology Laboratory RePORT No. 44 (New york 2009), bls.
25.
26 Sophia Perdikaris og Thomas McGovern, „Viking Age economics and the
Origins of Commercial Cod Fisheries in the North Atlantic. The Origins of
Commercial Fishing: Old Problems and New Insights“, Beyond the Catch:
Fisheries of the North Atlantic, the North Sea and the Baltic, 900–1850 (Leiden: Brill
2008), bls. 80.
27 Sheila Hamilton-Dyer, Skriðuklaustur Monastery, Iceland. Animal bones 2003–
2007.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 102