Saga - 2010, Blaðsíða 146
að sagan sé marklaust viðfangsefni; það er öllu heldur frásagnar-
gáfan sjálf sem á í vök að verjast nú um stundir. Það væri því út í
hött að láta hina póstmódernísku tómhyggju hamla því að kenna
sögu. Fremur ætti að snúa vörn í sókn: „við þurfum á skynsamlegu
hugmynda- og skoðanakerfi að halda til þess að segja söguna og
átta okkur á sjálfum okkur og heiminum.“64
Þessi skrif Gunnars karlssonar og Páls Skúlasonar eru vafalítið
með því merkasta sem birt hefur verið um vandamál sögukennslu á
Íslandi, en nú eru þau líka sjálf orðin að sögulegum heimildum. Þau
marxísk-lituðu sjónarmið sem Gunnar tefldi fram áttu líklega tals-
verðan hljómgrunn meðal ungra kennara á þessum árum.65 Félags -
legt og gagnrýnið sjónarhorn var nokkuð áberandi í mörgum sögu-
kennslubókum níunda áratugarins og heldur þungur tónn í ýmsum
hægrimönnum, sem kvörtuðu oft í fjölmiðlum yfir „innrætingu“ og
pólitískum áróðri. en á síðasta áratug aldarinnar, þegar nýfrjáls-
hyggjan stóð í blóma og kalda stríðinu virtist lokið með sigri kapítal -
ismans, þá blés Björn Bjarnason menntamálaráðherra til sóknar gegn
„ónothæfum kennslubókum“ í sögu.66 Hugmyndum hans var að
einhverju leyti hrundið í framkvæmd með aldamótanámskránum,
en þær vöktu takmarkaðan fögnuð meðal sögukennara enda var
hlutur sögu í framhaldsskólum skertur og fyrir sjáanlegur skortur á
kennsluefni sem falla myndi að nýrri námskrá.67 Björn brá þó ekki á
það ráð að gefa út kanón; þvert á móti má segja að fjölhyggjan hafi
blómstrað í námskrá um samfélagsgreinar. Má vera að hann hafi
hugsað sér að þannig mætti „frelsa“ framhaldsskólanema undan
„áróðri“ sögukennara.68 Þar var boðað mikið valfrelsi, fjölbreytni og
sveigjanleiki og því fylgt eftir með þessum orðum:
Hér er því boðið til veislu á hlaðborði sögunnar. Fyrir þessu mikla val-
frelsi liggja einkum tvær ástæður. Annars vegar eru viðhorf innan
sagnfræðinnar og til sögu í samfélaginu sem einkennast af mikilli fjöl-
breytni um þessar mundir. Hins vegar er þróun sögukennslu í fram-
haldsskólum sem sömuleiðis er með margbreytilegu sniði.69
jón árni friðjónsson146
64 Sama heimild, bls. 159.
65 Umræðurnar sem hann kallaði eftir urðu þó aldrei mjög líflegar.
66 Björn Bjarnason, „Gildi sagnfræðinnar“, Ný saga 7 (1995), bls. 53–56.
67 Margrét Gestsdóttir, „Aðför eða nauðsynleg endurnýjun?” Saga XXXIX (2001),
bls. 137–168.
68 Sbr. tilv. í Margrét Gestsdóttir, „Aðför eða nauðsynleg endurnýjun?“, bls. 157–158.
69 Aðalnámskrá framhaldsskóla. Samfélagsgreinar. Menntamálaráðuneytið, 1999,
bls. 78.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 146