Saga - 2010, Blaðsíða 137
væri efnahagsleg framvinda, knúin áfram af hinum vinnandi lág-
stéttum og baráttu þjóðfélagsstéttanna um afraksturinn. Þessi
skoðun gaf almenningi í raun hlutdeild í sögunni en átti lengst af
ekki greiða leið inn í kennslubækur, enda boðaði hún breytt
þjóðfélag að lokinni byltingu.
Þegar leið fram á 20. öld birtist þetta sjónarhorn fremur í nýjung-
um á borð við félagssögu og tengdist á ýmsan hátt öðrum fræði -
grein um, einkum félagsfræði.33 Byltingarspádómurinn hafði þokað
en hins vegar var lögð áhersla á að afhjúpa ýmsar blekkingar hinn-
ar eldri söguskoðunar. Hinni gagnrýnu sögu var ætlað að vera tæki
til að breyta heiminum — gera hann réttlátari — en hún komst ekki
á dagskrá í íslenskum skólum fyrr en um og upp úr 1970.
Áður en hin gagnrýna félagssaga fór að hafa áhrif á skólabóka-
söguna var hafin viðleitni til að vísindavæða hina hefðbundnu, þjóð -
legu sögu. eftirstríðsárin einkenndust á Vesturlöndum af almennri
bjartsýni, framfarahyggju og þeirri sannfæringu að vísindin hefðu í
sér fólgna framtíðarvon mannkyns. Raunvísindalegur pósitífismi
virtist vera hin sanna fyrirmynd húmanískra fræða og námsgreinin
saga hlaut að eiga að þjálfa nemendur í fræðilegum vinnubrögðum.
Fram hjá því varð heldur ekki horft að hin hefðbundna skólabóka-
saga var á köflum afskaplega óvísindaleg. Víða í nágrannalöndum
hljóp nú mikill vöxtur í útgáfu heimildaefnis. Þá var það sjónarmið
á undanhaldi að nauðsynlegt væri að spanna „söguna alla“ í skólum.
Þessi bylgja náði ekki strax að setja mikið mark á íslenska sögu-
kennslu en hún hafði mikil áhrif í Danmörku.34 Meginhlutverk sög-
unnar var skv. þessu sjónarmiði að gera nemendur sem mest sjálf-
bjarga um öflun upplýsinga, færa um að túlka ólíkar heimildir
o.s.frv., semsé gera þá að hálfgildings fræðimönnum. Gallinn við
þessa nálgun var sá að þegar farið var að draga markvisst úr þjóð -
ernis legum áróðri og hetjudýrkun og gera söguna hlutlægari, þá fór
sagan líka að missa merkingu sína og táknræna skírskotun. Þetta
nefndi Gunnar karlsson „hlutgerða sögu“.
Á sjöunda áratugnum bárust til Íslands ný sjónarmið í uppeldis-
og menntunarfræðum, auk þess sem félagsvísindin tóku að sækja
sögukennsla og menntastefna 137
33 Sbr. C. Wright Mills, Den sociologiske fantasi. [The Sociological Imagination, 1959]
(kaupmannahöfn: Hans Reitzels Forlag 2002); ennfr. Loftur Guttormsson,
„Sagnfræði og félagsfræði. Sambúðarvandamál þeirra skoðuð í sögulegu ljósi“
Fyrri og síðari hluti. Saga XVI (1978), bls. 197–221 og XVII (1978), bls. 199–237.
34 Sbr. Harry Haue, „Afskeden med P. Munchs verdenshistorie“, Skole, dannelse
samfund (Odense: Odense Universitetsforlag 1991), bls. 97–107.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 137