Saga - 2010, Blaðsíða 188
um sögu þýskrar tungu. Guðbrandur Vig fússon segir Jacob Grimm
höfund og föður hins „þýzka mál fræð inga og fornfræðinga skóla“32
og allir þýskir fornfræðingar, hvort sem þeir stunda lög- eða
málfræði, telja hann sinn meistara og læriföður: „hann er hinn fyrsti
landnámsmaður, og hinir, hversu lærðir menn sem þeir eru, hver í
sinni röð, nema þó land í hans landnámi, sem hann hefir fyrstur farið
eldi yfir.“33 Grimmsbræður hófu einnig að safna og gefa út þýska
orðabók yfir öll þýsk orð frá tímum Lúters til þeirra tíma. Þeir unnu
að verkinu fram í andlátið og náðu að klára a,b,c,d,e og að hluta til
f-ið, eða að orðinu „Frucht“ [ávöxtur]. Verkinu var lokið 150 árum
síðar, árið 1960, fyllti 33 þykk bindi og kom fjöldi fræðimanna að því.34
Frægastir eru Grimmsbræður þó fyrir söfnun og útgáfu á ævintýrum
og sögnum. Auk biblíu Lúters er ævintýrasafn þeirra Kinder- und
Hausmärchen langþekktasta og útbreiddasta bók þýskrar menningar-
sögu og hefur verið þýdd á meira en 160 tungumál og mállýskur.35
Árið 2005 var persónulegt eintak Grimmsbræðra af Kinder- und
Hausmärchen frá 1812–1815 sett á heimsminjaskrá UNeSCO.36
Gísli og Guðbrandur heimsækja Jacob í Berlín
Hæstvirti herra!
Ég þakka yður nú kærlega fyrir alla þá alúð, sem þér auðsýnduð mér
ókunnum í Berlín í sumar, auk allrar annarrar sem ég svo lengi hefir átt
yður að þakka á annan hátt, eins og svo mikill fjöldi annarra manna, sem
ekki geta neitað, að þeir hafi numið margan hinn bezta fróðleik af yður.
Svo skrifar Gísli Brynjúlfsson til Jacobs Grimm 9. nóvember 1858,37
eftir heimsókn til Jacobs Grimm í Berlín sumarið 1858. Gísli virðist
hafa átt góðar stundir með Jacobi í Berlín, í það minnsta þakkar
katrín matthíasdóttir188
32 Guðbrandur Vigfússon, „Ferðasaga um Þýskaland“, bls. 136.
33 Sama heimild, bls. 137–138.
34 Sjá t.d. ágætis yfirlit um ævi og bókaútgáfu Jacobs og Wilhelms Grimm á
heimasíðu safns Grimmsbræðra í kassel: www.grimms.de.
35 Sjá t.d.Frankfurter Allgemeine frá 8.06.2004: Vef. http://www.faz.net/s/
RubF7538e273FAA4006925CC36BB8AFe338/Doc~e5D11AFDA2C854675B613
4767B96597F7~ATpl~ecommon~Scontent.html.
36 Sjá www.grimms.de. Þetta persónulega frumeintak Grimmsbræðra af Kinder-
und Hausmärchen er öllum aðgengilegt í stafrænu formi, sjá Vef. http://www.
grimms.de/khm/khmhex.php?zaehlhex=8.
37 Bréfið er varðveitt á handritadeild Ríkisbókasafnsins í Berlín, „Staatsbiblio thek
zu Berlin — Preußischer kulturbesitz“, undir safnmarkinu/Signatur: NL
Grimm, Mappe 642: Bl. 41r – 42v: Brynjúlfsson, Gísli.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 188