Jökull


Jökull - 01.01.2013, Síða 14

Jökull - 01.01.2013, Síða 14
L. Kristjánsson by Kristján Sæmundsson and Sigurður Steinþórsson as well as useful discussions through the years with them, the late Þorbjörn Sigurgeirsson, Haraldur Páll Gunnlaugsson, Suzanne McEnroe and others. ÁGRIP Snemma í sögu ýmiskonar svæðisbundinna jarðeðl- isfræðirannsókna á Íslandi komu víða fram áhuga- verð fráviksgildi í mæliniðurstöðum, sem tengja mátti við óreglur í byggingu jarðskorpunnar. Þannig fannst í námunda við bæinn Stardal í Mosfellsbæ óvenju sterkt þyngdarsvið í mælingum Trausta Einarssonar sem birtust 1954, óvenju sterkt jarðsegulsvið í mæl- ingum sem Þorbjörn Sigurgeirsson framkvæmdi úr flugvél 1968 og birtust á korti 1970, og óvenjuleg lagskipting jarðskorpunnar í hljóðsveiflumælingum Guðmundar Pálmasonar sem birtust 1971. Af þess- um rannsóknum vöktu segulsviðsmælingarnar einna mesta athygli, því að fráviksgildi í þeim við Stardal var að hámarki um 4,5 µT meðan slík frávik voru oft- ast milli 0,5 og 2 µT annarsstaðar. Þessi uppgötvun leiddi brátt til frekari segulmælinga, bæði í lítilli hæð úr flugvél og á jörðu niðri. Segulfrávikið náði yfir svæði um 7 km í þvermál, og á því voru nokkrir mis- háir toppar. Orkustofnun stóð fyrir borunum þarna, og var ein staðsett við langhæsta topp segulfráviks- ins. Þar var tekinn 6-cm kjarni niður á 143 m dýpi og síðan svarf að 200 m. Frá 41 m dýpi fór borunin í gegnum stafla af talsvert ummynduðum ólívín-þóleiít hraunlögum. Margháttaðar athuganir voru gerðar á sýnum úr borkjarnanum á næstu árum. Meðal-styrkur varanlegrar segulmögnunar í því bergi var um 15- falt meðaltalsgildi úr íslenskum hraunlögum frá síð- tertier tíma. Útreikningar til samanburðar við ofan- nefndan segulsviðstopp bentu til þess að hraunlögin mynduðu hæð (grafna í yngri myndanir, efst þeirra er Reykjavíkurgrágrýti) að stærð um 200×600 m sem stefndi NA-NNA. Jafnframt voru gerðar ýmsar jarð- fræðirannsóknir sem m.a. leiddu í ljós að berggrunnur svæðisins milli Hvalfjarðar og Stardals hafði mynd- ast fyrir um 2 milljónum ára á Matuyama-segulskeiði, þegar jarðsegulsviðið sneri oftast nær öfugt við stefnu þess í dag. Uppspretta hins breiða segulfráviks við Stardal er greinilega tengd öskjusigi um 6,5 km í þver- mál. Þar hefur þá orðið eldvirkni og ummyndun á stuttu tímabili þegar sviðið sneri eins og nú. Hugs- anlega er tímabilið það sama og Trausti Einarsson og Þorbjörn Sigurgeirsson kenndu á sjötta áratug síðustu aldar við hraunasyrpuna N3 í fjöllum sunnan Hval- fjarðar. Aðal-segulsteindin í borkjarnanum er segul- járn (magnetít), óvenju títan-snautt en að einhverju leyti oxað í átt að maghemíti. Hluti þess er myndaður eins og algengt er, við útfellingu (solvus exsolution) innan korna úr títanómagnetíti. Annar hluti er í litlum kornum sem virðast hafa orðið til við útfellingu (oxy- exsolution) úr ólivínkristöllum. Ekki er full-ljóst að hve miklu leyti þetta hefur gerst við upphaflega kóln- un bergsins og að hve miklu leyti við þá síðari um- myndun sem það hefur greinilega orðið fyrir. Lík- legra virðist að segulmögnunin sé upprunaleg frem- ur en að hún orsakist af ummynduninni. Riðstraums- afsegulmögnun og mælingar á segulheldni (hysteres- is) bergsýnanna benda til þess að magnetítkorn bergs- ins séu yfirleitt ekki nógu lítil til að hafa svokallaða einsvæða (single domain) eiginleika, sem hefðu einir og sér getað skýrt hina sterku segulmögnun bergsins. Skýringa á henni verður því að leita að hluta í samspili hins háa innihalds þess af magnetíti (sem er um 2,5- falt meðalgildi í tertíer-hraunum hér), hreinleika þess, og hugsanlega óvenju mikils styrks jarðsegulsviðsins þegar hraunin runnu. Enn er þá eftir að finna út, hvers- vegna svona miklu af magnetítríku ólivín-þóleiíti gaus þarna á þessum tíma. Kynntar eru niðurstöður nýrra mælinga á styrk segulsviðsins í hæsta frávikstoppn- um í Stardal með nákvæmari staðsetningum en áður, og sýnt einfalt líkan af uppsprettu þessa topps. Einnig eru birt kort af segulfráviki við Hvanneyri í Borgar- firði, sem svipar talsvert til Stardals-fráviksins þótt sviðstyrkur þess niðri við jörð nái ekki eins háum gild- um. REFERENCES Acuña, M.H., J.E.P. Connerney, N.F. Ness, R.P. Lin, D. Michell, C.W. Carlson, J. McFadden, K.A. Anderson, H. Rème, C. Mazelle, D. Vignes, P. Wasilewski and P. Cloutier 1999. Global distribution of crustal mag- netization discovered by the Mars Global Surveyor MAG/ER experiment. Science 284, 790–793. Bjarnason, I. T., W. Menke, Ó. G. Flóvenz and D. Caress 1993. Tomographic image of the Mid-Atlantic plate 14 JÖKULL No. 63, 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.