Jökull


Jökull - 01.01.2013, Side 114

Jökull - 01.01.2013, Side 114
Oddur Sigurðsson góður, sólríkur og þurr en hitastigið í lægri kantinum. Lítið var í Ósnum (Reykjarfjarðarósi) í sumar og óx ekki að gagni fyrr en kom fram í miðjan júlí.“ Norðurlandsjöklar Gljúfurárjökull –Árni Hjartarson segir mælingu hafa farið fram samhliða göngum í Sveinsstaðaafrétt þann 9. september. Alhvít jörð var í Afréttinni þennan dag eftir snjókomu tveimur dögum fyrr. Að morgni 8. september mældist úrkoman á Tjörn 34,4 mm en snjór við Stekkjarhús í Sveinsstaðaafrétt um 30 cm. Gljúf- urá var skolleit en Skíðadalsá tær. Áin kemur undan jöklinum á mælistaðnum og mælist því meira hop en annars hefði verið. Langjökull Hagafellsjökull eystri – Í skýrslu Einars Ragnars og Gunnars Sigurðssona er sagt frá nýju jökulskeri sem er komið upp úr Hagafellsjökli eystri (64◦30,0’N og 20◦13,8’V). Þar eru jökulrispaðar klappir undir jökul- ruðningi. Ekki sáust jökulsprungur að ráði kring um skerið sem merkir að jökullinn sé ekki á hreyfingu. Hofsjökull Nauthagajökull – Ólafsfellskvíslin rennur eins og í fyrra austur með jökuljaðrinum í laugarkvíslina. Mæl- ingastöngin stóð í læk og hallaðist. Hún var tekin en nákvæm GPS-hnit af staðnum eru þekkt. Múlajökull – Mörg smálón eru við sporð Múlajökuls en þau hindruðu ekki mælingar. Jökullinn er sléttur og blakkur. Sátujökull – Skálakvísl hefur nú fært sig enn nær Skapafelli. Á henni er litur en ekki brennisteinslykt eins og oft áður. Inn af Eyfirðingahólum hefur ver- ið bætt við tveim vörðum og eru þær því 6 núna og málað á þær númerin 1–6 með rauðu. Mýrdalsjökull Sólheimajökull – Fram kemur í skýrslu Einars Gunn- laugssonar, en hún er í raun myndarlegur bæklingur eins og oft áður, að jökulsporðurinn stóð árið 2003 þar sem bílastæðið er núna. Stóri steinninn sem settist til í fremstu stöðu jökulsins 1997 og miðað var við, hefur oltið á hliðina og ef til vill færst eitthvað. Þar er því komið nýtt viðmiðunarmerki. Erfitt er að mæla við Jökulhaus og Austurtunguna enda þjónar það litlum tilgangi þar sem þar er núorðið bara mælt inn í hlið aðalskriðjökulsins. Jökulsporðurinn er orðinn mjög þunnur og má því búast við þó nokkurri breytingu að ári. Vatnajökull Skeiðarárjökull vestur – Ófært er í vestustu mælilínu nema á gaddi að sögn Hannesar á Hvoli. Jökuljaðar er allhár, sennilega vegna þess að hann er mjög aur- Gunnar Sigurðsson mælir snið upp eftir Hagafellsjökli eystri. Í baksýn er nýja jökulskerið og Jarlhettur. – Gunnar Sigurðs- son measuring a profile up the Hagafellsjökull eystri outlet glacier. A new nunatak and the Jarlhettur palagonite ridge in the background. Ljósm./Photo: Einar Ragnar Sigurðsson, 10. september 2011. 114 JÖKULL No. 63, 2013
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.