Jökull - 01.01.2013, Page 119
Jöklabreytingar 2011–2012
um upp og varnaði Reykjarfjarðarósi að renna til sjáv-
ar. Mórautt vatnið flæddi þá yfir nánast allt láglendið
innan við fjörukambinn, fram að Tófuholti vestan við
Kirkjuból að gömlu túngirðingunum við Viðarborg og
í Hestvallalaug.
Snjóalög undan vestanáttum voru töluverð í fjöll-
um í vor og fram eftir sumri. Leysing var hæg og jöfn
svo að Ósinn var aldrei til vandræða að undanskildum
21.-23. júlí.“
Norðurlandsjöklar
Gljúfurárjökull – Kristján Eldjárn og Árni Hjartarsyn-
ir mældu jökulinn í göngum. Dálítill jökullitur var á
Gljúfurá en Skíðadalsá ofan ármóta tær að vanda. Jök-
ullinn var fremur brattur fremst en ósprunginn. Und-
anfarin ár hefur áin komið í einu lagi undan ísnum
skammt vestan við miðröndina. Nú kemur hún fram
á fjórum stöðum. Vestast er lækjarspræna þar sem
áin var öll í fyrra. Austasta útfallið er beint und-
an miðröndinni. Manngengur íshellir (sjá mynd) var
langt inn frá gamla útfallinu en engin hvelfing við hin
útföllin. Mæling frá 13. júlí sýnir 3,5 m hop fram að
mælingadegi 8. september. Nú var ort:
Fannahökul fjallið ber,
fold er rök og haustleg,
Gljúfurárjökull gamnar sér
með gömul tök og hraustleg.
Dagana á eftir fennti fé í stórum stíl á Norðurlandi.
Úrkoma á Tjörn í Svarfaðardal mældist 55,6 og 40,1
mm 9. og 10. september og er það mesta tveggja daga
úrkoma síðan mælingar hófust þar 1969.
Hofsjökull
Blágnípujökull – Brennisteinslykt er við jaðar jökuls-
ins að vanda. Lón við jaðarinn frá fyrri árum er að
mestu horfið.
Múlajökull – Leifur Jónsson getur þess að nú eru 30
ár frá fyrstu mælingu hans á Múlajökli og 80 ár síðan
Jón Eyþórsson hóf mælingar á þessum stað.
Eyjafjallajökull
Gígjökull – Að sögn Páls Bjarnasonar var hægt að
ganga þurrum fótum að sporði jökulsins þar sem
áin kemur niður skarðið vestan við skriðjökulinn og
hverfur undir dauðís. Jökullinn hefur þynnst verulega
og ekki nein hreyfing sjáanleg nema rétt efst við sker-
ið neðarlega í jöklinum.
Steinsholtsjökull – Ragnar Th. Sigurðsson segir aug-
ljóst af samanburði mynda að jökullinn hefur þynnst
mikið.
Mýrdalsjökull
Sólheimajökull – Mikil umferð er við sporð Sólheima-
jökuls því þangað leggja ferðamenn leið sína í tug-
þúsundatali. Einhver hefur sett járnstengur ótengdar
Kristján Eldjárn Hjartarson í ís-
helli við aðalútfall Gljúfurár frá
í fyrra. – Kristján Eldjárn Hjart-
arson in ice cave formed by
the river Gljúfurá from Gljúf-
urárjökull. Ljósm./Photo: Árni
Hjartarson, 8. september 2012.
JÖKULL No. 63, 2013 119