Jökull


Jökull - 01.01.2013, Blaðsíða 126

Jökull - 01.01.2013, Blaðsíða 126
Halldór Ólafsson an kvöldverð gengu þreyttir en ánægðir menn til náða og sváfu vel meðan hríðin geysaði utandyra. Sveinn Sigurbjarnarson (á snjóbílnum Tanna) og nokkrir fé- lagar hans höfðu gist í Goðheimum á undan okkur og gengið vel um, svo skálinn var í ágætu ástandi. Allan laugardaginn var skafbylur og hríðarmugga og skyggni minna en 20 m. Við létum fara vel um okkur, átum, lásum, drukkum, sváfum og sögðum hvor öðr- um kjaftasögur þess á milli. Ekki var veðurspáin góð fyrir morgundaginn, víðáttumikil lægð fyrir suðvestan land. Sama leiðinda veðrið var allan sunnudaginn með sunnan eða suðaustan stinningskalda, ýmist með ofan- komu eða skafrenningskófi og frost 1◦ til 6◦. Og ekki batnaði spáin. Mjög víðáttu mikil lægð var að lóna fyrir sunnan og suðvestan land og dældi yfir okkur fýl- unni hvort sem hún var á vestur- eða austurleið. Það fór því að ganga á þolinmæði okkar, og þó. Vestan undir Goðahnúkum er Djöflaskarð, þar sem Sigurður Þórarinsson og félagar hans í sænsk-íslenska leiðangr- inum 1936 máttu löngum dúsa í tjöldum í vitlausum veðrum hálfri öld á undan okkur. Við þurftum því ekki að kvarta, liggjandi í allsnægtum í hlýjum skála. Þó að Pegagus væri okkur ekki eins tamur og Sigurði Þórar- inssyni tókst samt að hnoða saman þessari vísu: Í Goðheimum er gott að dvelja er geisa úti stórhríðar, þó ég heldur vilji velja veðurblíðu og sólarfar. Mánudaginn 28. apríl var enn sama fýlan, ekkert hægt að gera og ekkert að sjá nema hvíta snæiðuna. Lægðin víðáttumikla var ekkert farin að gefa sig og Veðurstofan sagði hana vera 250 km. suð-suðvestur af Vestmannaeyjum á vesturleið en daginn áður var hún 300 km. suður af Dyrhólaey á leið norður!!! Hæð var yfir norðanverðu Grænlandi og búin að vera þar frá upphafi ferðar okkar. Aðeins hafði verið fjallað um þessi tvö veðurkerfi í veðurfréttum undanfarið en nú leit út fyrir kærkomna breytingu, því í veðurspá kl. 16:15 var lægðin sögð um 250 km. suðvestur af Reykjanesi á leið suður og í spánni kl. 22:10 var hún en á suðurleið. Okkur kom í hug að hún gæti endað sem fellibylur á Flórida!! Aðeins rofaði til undir kvöld og sá þá í bláan himinn okkur til mikillar ánægju. Við vorum komnir á stjá fyrir kl. 6 enda hæg suð- austan átt, úrkomulaust og rofaði víða í skýjaþykkn- ið, þó að ekki væri útsýni til fjalla og fagura tinda. Nú fórum við að velta því fyrir okkur hvort skynsam- legt væri að dvelja hér lengur í von um skyggni til myndatöku. En eftir að hafa heyrt veðursspána kl. 8:15, sem gerði ráð fyrir áframhaldandi suðaustan- og austanátt, ákváðum við að yfirgefa þennan notalega skála og halda í átt til Esjufjalla. Það var því ljóst að við tækjum ekki myndir af því rómaða landslagi sem var undir skýjaþykkninu umhverfis okkur. Lagt var af stað kl. 9:30 í suðaustan golu og 3◦ frosti og öðru hvoru rofaði það mikið til, að sá til sól- ar á bláum himni. Skíða og sleðafæri var sæmilegt í upphafi, enda undan brekku að fara til að byrja með. Um 70 km. skíðaferð til Esjufjalla var nú framundan og tekin stefna 246◦ réttvísandi í átt til norðanverð- ar Breiðubungu. Við urðum að ganga eftir áttavita lengst af þennan dag, því skyggni var sjaldan meira en 50 m. nema fyrstu tvo tímana. Er á daginn leið hvessti af suðaustri og gekk á með dimmum éljum og jafnframt versnaði göngufæri. Við puðuðum áfram í ellefu klukkutíma eða til kl. 20:30 en þá sýndi hæðar- mælir að farið var að halla undan fæti. Þá töldum við okkur vera komna vestanhalt í Breiðubungu og ef það var rétt, höfðum við keifað um 30 km. frá Goðahnúk- um. Ákváðum því að tjalda þar sem hvesst hafði veru- lega, og komin ein 7 til 8 vindstig með ofankomu. Við hlóðum í flýti meters háan skjólvegg, eins og fyrr á Eyjabakkajökli og skýldi hann mikið þessari litlu vist- arveru okkar. Þess má raunar geta að tjaldið var mjög gott og stóð vel í hvassviðri. Okkur fannst einnig mjög þægilegt að geta verið með alla eldamennsku undir ytra tjaldi en ekki í svefntjaldinu. Áður en farið var að sofa, bræddi og hitaði Magnús snjó í sítrónute sem drukkið var ótæpilega og af bestu lyst. Einnig bræddi hann snjó til tegerðar morgundagsins, svo komið var undir miðnætti þegar farið var að sofa. Vaknað var um kl. 5 og Magnús fór þegar að laga sítrónute til dagsins. Leifur hafði smurt svo mikið flat- brauð í Goðheimum að það var nóg til morgunverðar og nestis. Veður hafði lítið gengið niður og frostið 3◦ en áttin orðin norðaustlæg og kom það sér vel, því nú var stefnan tekin 212◦ réttvísandi beint á suður- horn Austurbjarga í Esjufjöllum að því er við áætl- 126 JÖKULL No. 63, 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.