Jökull


Jökull - 01.01.2013, Síða 139

Jökull - 01.01.2013, Síða 139
Jöklarannsóknafélag Íslands sóknafélagið og Jarðfræðafélagið tóku sig saman um að gera 62. hefti Jökuls að safni greina um þau fræða- svið sem Sigurður starfaði á. Einnig beitti JÖRFÍ sér fyrir því að í heftinu yrðu nokkrar greinar á íslensku um Sigurð og arfleifð hans. Ekki tókst að prenta heft- ið fyrir árslok en því var dreift til skilvísra félags- manna um síðustu mánaðamót. Ritstjórar sérheftisins voru Helgi Björnsson, Guðrún Larsen, Ívar Örn Bene- diktsson og Olgeir Sigmarsson. Styrkir fengust frá nokkrum aðilum til að borga umframkostnað við þetta þetta mikla hefti og er vert að þakka þann stuðning. Einnig verður að minnast á þann stóra þátt sem aðal- ritstjórinn, Bryndís Brandsdóttir á í Jökli. Hún legg- ur ómælda vinnu í að ritstýra greinum auk umbrots og að fylgja ritinu gegnum prentsmiðjuna. Mennta- og Menningarmálaráðuneyti og Umhverfisráðuneyti styrktu útgáfu Jökuls eins og áður. FRÉTTABRÉF OG VEFSÍÐA Þrjú fréttabréf komu út á árinu í febrúar, maí og októ- ber en ritstjóri þess er Hálfdán Ágústsson. Vefsíð- an var í höndum Hálfdáns Ágústssonar og Jóhönnu Katrínar Þórhallsdóttur. SKEMMTIFERÐIR Í þetta sinn tókst að fara mjög góða sumarferð að Langasjó helgina 6.–8. júlí. Jósef Hólmjárn var leið- sögumaður og leiddi hópinn um fáfarnar ævintýra- slóðir við Langasjó og Tungnáa ofanverða. Gist var í tjöldum við skálann hjá Sveinstindi. Þátttakendur voru 16. GJÖRFÍ Starf gönguhópsins GJÖRFÍ hefur verið með mikl- um blóma. Farnar hafa verið stuttar göngur á öllum árstímum í nágrenni Reykjavíkur, oftast á þriðjudags- kvöldum. Þátttaka hefur verið góð þegar vel hefur viðrað en færri mæta þegar veður er rysjótt eins og við er að búast. Furðu fáar ferðir hafa fallið niður. Þóra Karlsdóttir, Jósef Hólmjárn og Ástvaldur Guðmunds- son hafa haft forystu fyrir GJÖRFÍ. SKÁLAMÁL Nokkuð var unnið að endurbótum í Jökulheimum. Klárað var að klæða stærri skálann að utan, skipta um einangrun og alla glugga og gler. Einnig var allt málað og lakkað þar sem það átti við. Húsið er nú allt miklu þéttara og hlýrra en áður. Á Grímfjalli var í vorferð skipt um rör milli borholu við nýja skála og vélageymslu og útfellingar hreinsaðar í lögn upp í gufubað. Er það nú mun kröftugra en áður. Einnig var rafstöðin á fjallinu tekin niður til byggða og hún gerð upp. Vélin fór aftur uppeftir síðastliðið haust. Fjarskipti hafa áfram verið erfið en nú hillir undir lausn á því máli. Neyðarlínan vinnur að því að koma upp tetra-sendi á fjallinu og á skálanefnd og stjórn í samningum við hana um hvernig afl- og eldsneytismál verða leyst, hvernig þessum búnaði verði best fyrir komið og hvernig framkvæmdir verða fjármagnaðar. Félagið vill eftir megni stuðla að því að auka öryggi ferðamanna á Vatnajökli og efling fjarskipta er liður í því. Á sama tíma er það ekki félagsins að leggja fé í slíkar endurbætur enda snúa þær ekki beint að starf- semi félagsins. BÍLAMÁL Bíll félagsins var nýttur í vorferð, ferðir á Mýrdals- jökul og vinnuferðir í Jökulheima. Bíllinn reyndist vel í alla staði og lenti ekki í bilunum það heitið getur. Gerðar voru nokkar endurbætur á bílnum, t.d. var bætt við olíutanki. Aðstaða fékkst til vinnunnar á verk- stæði Gunnars Egilssonar á Selfossi. Nokkur kostn- aður var af þessum endurbótum en verulegt hagræði er af þeim í jöklaferðum. ÁRSHÁTÍÐ Árshátíð var haldin laugardagskvöldið 10. nóvember. Fordrykkur var í boði Landsvirkjunar við Háaleitis- braut en síðan var að venju farið út í óvissuna í rútu frá Guðmundi Jónassyni. Í þetta sinn lauk óvissuferð- inni í Esjustofu við Mógilsá þar sem matur, drykkur, söngur og dans áttu kvöldið sem fór fram með mikl- um ágætum. Þátttakendur voru tæplega 50 en þannig er Esjustofa fullskipuð. Var það mál manna að ný skemmtinefnd hefði staðið sig vel. SAMÚT Björn Oddsson hefur sótt fundi SAMÚT fyrir hönd JÖRFÍ. Ástvaldur Guðmundsson situr í svæðis- ráð Vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs sem fulltrúi SAMÚT. Magnús Tumi Guðmundsson JÖKULL No. 63, 2013 139
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.