Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 9
Lúðvík Kristjánsson
Glíma og glímufélög á Snæfellsnesi
Leikskálavellir - kappinn frá konungsglímunni 1874
Frá fyrri tíð er fátt frétta af íþróttaiðkunum á Snæfellsnesi.
Varðveitzt hefur þó frá því snemma á miðöldum frásögn
þaðan af íþróttamótum, sem vert er að staldra við. Enn
heita Leikskálavellir utan við Axlarhyrnu, en sunnan við
bæinn Knör í Breiðuvík. Þar voru gerðir miklir leikskálar á
10. öld, og dvöldust menn í "þeim hálfan mánuð eða lengur
um veturnætur ár hvert. Til knattleikanna þar sóttu flestir
ungir menn úr sveitinni, en sagt er, að þá hafi verið gott
mannval í Breiðuvík og byggð mikil. Fræknastur og fræg-
astur af íþróttamönnum á Leikskálavöllum var Björn
Ásbrandsson frá Kambi, er hlaut viðurnefnið Breiðvíkinga-
kappi.
Aðeins er í eitt sinn í annálum vikið að íþróttum á Snæ-
fellsnesi. Árið 1706 deyr þar vermaður, sem var að þreyta
glímu. Hálfri öld síðar (1754) er þannig vikið að glímuiðkan
Snæfellinga: „Snæfellsnes er næstum eini staðurinn á land-
inu, þar sem menn iðka glímur í tómstundum sínum“. Rótin
að því hefur vafalítið verið landlegugaman vermanna.
Skömmu fyrir miðja síðustu öld var safnað efni til íslands-
lýsingar, og fjallaði ein spurningin um íþróttir. í svörunum
kemur fram, að í Hnappadalssýslu æfi margir menn glímu. í
Staðarsveit er glíma lítið iðkuð, og þó er Glímu-Gestur
Bjarnason þá búsettur þar. í Helgafellssveit og Stykkishólmi
eru sagðir fáir góðir glímumenn, þó megi 3 eða 4 teljast
sæmilegir.
Vorið 1871 var ungum mönnum boðið til leikmóts á
grundunum hjá Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi. Þar
skyldi glíma, hlaupa og stökkva. Leikjaboðar og leikjastjór-