Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 10
8
BREIÐFIRÐINGUR
ar, eins og þeir voru nefndir, voru Jón Björnsson, prestur í
Hítarnesi, og Þórður Þórðarson á Rauðkollsstöðum, síðar
alþingismaður. Samtímis og boðið var til leikjanna var
óskað eftir gjöfum, er hafa mætti sem verðlaun, og gáfust í
því skyni „húfur, vesti, bækur og fleira'b Ekki var fjölmennt
á þessu íþróttamóti og eigi var það haldið oftar.
Dag einn síðla sumars 1874 bar tvo gesti að garði á Húsa-
felli í Borgarfirði. Annar var þýzkur ferðalangur, en fylgdar-
maður hans var íslenzkur guðfræðikandidat. Kristleifi Þor-
steinssyni, sem þá var þrettán ára gamall, seinna bónda og
fræðimanni á Stóra-Kroppi, var minnisstæð koma þessara
manna. Undir hnakki guðfræðingsins var skatterað undir-
dekk, og var það algengt í þá daga. En þetta klæði átti sér
sögu, reyndar ekki gamla. Eigandi þess hafði orðið þjóð-
kunnur skömmu áður. Réttum tveim áratugum síðar fluttist
hann til Stykkishólms þá kjörinn þar prestur. Hann hafði
ásamt Lárusi Halldórssyni, síðar fríkirkjupresti, sýnt kon-
ungi glímu á Þingvöllum 1874 og hlotið sem verðlaun áður-
nefnt undirdekk. Kristleifi þótti þá og síðar mikið á skorta,
að sú viðurkenning væri í samræmi við fremdina.
Hólmarar fögnuðu Sigurði Gunnarssyni sem presti og
nafntoguðum glímumanni. Hann var nú kominn þar í hérað,
sem Eggert Ólafsson taldi að mest hafi verið iðkuð glíma um
miðja 18. öld.
„Stykkishólms glímufélag“
Þorleifur Jóhannesson (f. 1878, d. 1944), er lengi var verk-
stjóri hjá Sæmundi Halldórssyni kaupmanni, kom manna
lengst við sögu glímufélaga í Stykkishólmi. Hann glímdi
reyndar ekki mikið, en tengsl hans við félögin voru ætíð
töluverð. Eftir honum er fært í gjörðabók Glímufélagsins
Þórs 17. nóv. 1927, að fyrst hafi glímufélag verið stofnað í
Stykkishólmi í janúar 1897. Vafalaust hefur Þorleifur verið
þar félagi, enda þá orðinn 19 ára gamall. Þrátt fyrir náin
kynni mín af honum hef ég engar fregnir af starfsemi þessa