Breiðfirðingur - 01.04.1986, Side 12
10
BREIÐFIRÐINGUR
honum mjög umhugað um eflingu þessarar íþróttar svo og
leikfimi og sunds. Hann hafði sig hins vegar ekki mikið í
frammi, en vann stöðugt að þessu áhugaefni sínu með hægð
og festu.
Markmið félagsins felst í heiti þess, en vert er að geta
tveggja greina laganna:
6. gr. Nú „meiðist einhver félagsmaður á glímufundum,
þannig að hann verði fyrir atvinnumissi um lengri tíma,
skulu þá félagsmenn greiða til hans minnst 50 aura hver, er
formaður félagsins innheimtir“.
7. gr. „Mæti nokkur félagsmaður ölvaður á fundum félags-
ins, skal hann sektir greiða allt að einni krónu, enda rækur
af þeim fundi. Hið sama gildir, ef menn reiðast að ósekju
eða sýna mönnum rangindi á fundum félagsins“.
Undir lögin rita nöfn sín 30 menn, og mun mega telja þá
stofnendur félagsins. Af þeim, sem síðar komu við sögu
glímunnar í Stykkishólmi, voru meðal stofnenda í þessu
félagi: Þorleifur Jóhannesson, Hjálmar Sigurðsson, Jón
Júlíus Björnsson, Árni P. Jónsson og Sören Valentínusson.
Prír þeir síðastnefndu glímdu á mótum félagsins. Með Árna
P. Jónssyni bættist félaginu góður liðsmaður, þótt hann
glímdi ekki mikið. Sama má segja um Jón Júlíus, því að auk
beinna félagsstarfa glímdi hann töluvert, en hann fluttist til
Reykjavíkur um 1920. Ekki er getið hverjir voru kosnir í
stjórn fyrr en á aðalfundi 15. des. 1903. Pá verður Jón Júlíus
formaður (f. 1881, d. 1934), ritari Sigurður Þorsteinsson og
gjaldkeri Oddur Valentínusson (f. 1876, d. 1965). Lögunum
var þá breytt, aðallega gerð fyllri. í 2. gr. er verksviði félags-
ins lýst þannig:
„Tilgangur félagsins skal vera sá að færa út þekkingu
manna á glímum, æfa og efla þær á meðal félagsmanna,
stuðla til að þær breiðist út um landið, og ef unnt er, að kom-
ast í samband við önnur félög, þar sem þau eru“.
Athyglisverðar greinar, sem bætt var við lögin, voru
þessar: