Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 15
BREIÐFIRÐINGUR
13
standa, ef glíma átti að taka nokkrum framförum meðal
Hólmara. Var því afráðið að leggja niður „Stykkishólms
glímufélag“ og „Leikfimifélagið Fram“ og sameina þau í eitt
félag.
„Glímufélagið Þór“
í byrjun desember 1909 var haldinn fyrsti undirbúnings-
fundur að stofnun „Glímufélagsins Fórs“ í Stykkishólmi.
Fundardagurinn er ekki tilgreindur, en hins vegar er annar
fundur þess haldinn 12. des. það ár. Liði var þá skipt í tvo
hópa og glímt í tvo tíma. Fyrstu stjórn skipuðu: Hildi-
mundur Björnsson formaður, Hannes Andrésson gjaldkeri
og Þorleifur Jóhannesson ritari. Varaformaður var Kristján
Arnason.
Lög félagsins í 15 greinum, voru lögð fyrir fund 3. febrúar
1910 og undirrituð af 33 mönnum og þar á meðal var pró-
fasturinn Sigurður Gunnarsson. Lög „Þórs“ eru að flestu
leyti eins og lög „Stykkishólms glímufélags“, nema nokkuð
ítarlegri í sumum greinum. Nú gat enginn orðið félagsmaður
nema einhver úr félaginu mælti með honum. Þá voru sektir
þyngdar. Sá, sem mætti drukkinn skyldi greiða 2 kr. og ekki
fá leyfi til að taka þátt í æfingum. Sekt var sama fyrir að mis-
bjóða í reiði öðrum félaga á fundi. Henti annað hvort brotið
einhvern félagsmann tvívegis varð hann brottrækur úr félag-
inu.
2. gr. laganna fól í sér markmiðið: „Tilgangur félagsins er
sá að iðka íslenzka glímu og hvað annað, er talizt getur holl
og góð líkamsíþrótt“.
8. gr. „Fundir skulu haldnir 2var í viku, aðallega til æf-
inga, frá 1. nóv. til 1. maí“.
Þar sem í lögum þessum er talað um fundi er jöfnum
höndum átt við umræðufundi og glímuæfingar.
Á fyrsta fundi félagsins kom til umræðu, að glímumenn
væru allir í sama búningi „tríkó“ við æfingar, og var Hjálm-
ari Sigurðssyni falið að kaupa þá, ef margir óskuðu að eign-