Breiðfirðingur - 01.04.1986, Side 18
16
ÍSREIÐFIRÐINGUR
manna. En skemmst er af því að segja, að slíkt samband
varð aldrei stofnað fyrir atbeina „Þórs".
En svo vikið sé frekar að fyrirkomulagi sýsluglímunnar, er
vert að geta þessa: Árið 1920 voru samþykkt lög um glímu-
mót Snæfellinga. Ákveðið var, að glíman færi fram á tíma-
bilinu febrúar-marz, að „Þór“ sæi um glímuna, legði til verð-
launin og ætti þau. Prenn verðlaun voru veitt. Gullpeningur
fyrir flesta vinninga á mótinu. Fyrstu verðlaun fyrir fegurð-
arglímu var silfurskjöldur, en önnur verðlaun silfurpening-
ur. Hér er sú breyting á orðin, að fegurðarglímupeningurinn
er nú aðeins einn. Sýsluglímu átti að boða með hálfs mán-
aðar fyrirvara, og átti stjórn „Pórs“ að sjá um það. Dóm-
nefnd var skipuð þrem mönnum: einn kosinn fyrir hönd
félagsins, annan völdu þeir, sem glímdu, en þessir tveir
menn kusu þann þriðja. Þótt þessar reglur séu ekki sagðar
samþykktar fyrr en 1920, eru þó miklar líkur til að þær hafi
verið að mestu óbreyttar frá því að fyrsta sýsluglíman var
haldin. Fyrstu dómnefndina samkvæmt þessum lögum skip-
uðu: Hildimundur Björnsson af hálfu félagsins, en Kristján
Árnason fyrir hönd glímumanna. Þeir völdu með sér sem
þriðja dómara Árna P. Jónsson.
Þeir, sem verðlaun hlutu, máttu bera þau á mannamótum,
en þó ekki utan sýslu. Ef þau glötuðust hjá sigurvegurum var
þeim skylt að bæta félaginu þau. Pá bar þeim að senda stjórn
félagsins verðlaunin í tæka tíð fyrir næsta glímumót, félag-
inu að kostnaðarlausu. Glímumótið var að öðru leyti háð
reglum þeim, sem birtar voru í Glímubók íþróttasambands
íslands.
Á aðalfundi, sem haldinn var 8. marz 1921, var samþykkt,
að skjöldurinn og silfurpeningurinn skyldu verða eign þess,
sem ynnu þá þrisvar í röð. Þá var stjórninni falið að útvega
kappglímu- og fegurðarverðlaun fyrir drengjaflokkinn, þá
sem voru yngri en 15 ára, og ennfremur fegurðarverðlauna-
grip fyrir eldri flokk félagsins. Samþykkt var, að Þórsglíman
yrði eingöngu innanfélags skemmtun, með öðrum orðum
máttu ekki aðrir taka þátt í henni en þeir, sem voru félagar