Breiðfirðingur - 01.04.1986, Side 20
18
BREIÐFIRÐINGUR
Sundkennsla í Stykkishólmi var örðugleikum háð. Eitt vor
var gerð tilraun í Skjaldarvatni í nánd við Ögur, en annars
fór sundkennslan aðallega fram í eystra vatninu í Vatnsmýr-
inni, og því drjúgan spöl frá þorpinu. Meðan „Pór" sá um
sundkennsluna annaðist hana fyrsta kastið Guðmundur
Guðjónsson frá Saurum í Helgafellssveit og síðar einkum
Árni Helgason úr Borgarnesi.
Stundum voru haldnar skemmtanir á vegum „Þórs" til að
afla fjár vegna húsaleigukostnaðar, verölaunakaupa, slysa-
bóta o.fl. Föst venja var að dansa cftir að glímunni lauk, og
var þeirri skemmtun sjaldan hætt fyrir cn kl. 3-4 að nóttu,
en stundum haldið áfram til morguns. Aðsókn var jafnan
eins mikil og húsrúm leyfði.
Eins og getið er um í „sýsluglímuannál" handleggsbrotn-
aði eitt sinn einn glímumanna. Vegna þess var samþykkt að
veita þeim, sem fyrir slysinu varð, þegar 50 kr., ef hann yrði
ekki vinnufær að mánuði liðnum. En verði hann þá ekki orð-
inn vinnufær, greiði félagið honum dagkaup hlutfallslega við
þessa mánaðarborgun.
Eins og fyrr er getið fékk „Þór“ eitt sinn beiðni um að
senda glímumenn til Reykjavíkur. í annað sinn var skorað á
Þórsfélaga að konra til glímumóts. Var sú áskorun frá stjórn
glímufélagsins „Jökuls" í Ólafsvík. í ráði var, að „Þór“ yrði
við þeirri beiðni veturinn 1917. Konrst þessi ráðagerð svo
langt, að af Þórsfélögum voru valdir fjórir menn til þátttöku:
Hermann Jónsson, Hildimundur Björnsson, Jón Eyjólfsson
og Kristján Árnason. Vegna stöðugrar ótíðar unr það leyti.
sem mótið átti að vera, fórst það fyrir.
Sumir Þórsfélagar vildu að rætt yrði á fundum um almennt
gildi íþrótta. Meðal þeirra var Guðmundur Jónsson frá
Narfeyri, en fyrir löngu fluttur til Stykkishólms. Má nrarka
þessa hugmynd hans á tillögu, er hann flutti á fundi 17.
febrúar 1920 og fékk samþykkta: „Fundurinn felur stjórn-
inni að vekja áhuga félagsmanna á hollunr íþróttum með því
að halda öðru hvoru málfundi innan félagsins og taka til
meðferðar þau málefni, er stjórnin telur mest til vakningar í