Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 21
BREIÐFIRÐINGUR
19
því efni. Ennfremur telur fundurinn æskilegt að efla til
skemmtiferða fyrir félagsmenn á sumri komandi, ef ástæður
leyfa“.
Árið 1916 stakk séra Ásmundur Guðmundsson upp á því,
að „f>ór“ gerðist aðili að fþróttasambandi íslands. Nefnd var
kosin til að kanna, hvaða byrði „Þór“ kynni að taka á sig
með því að ganga í sambandið. En ekki varð endanlega úr
að „Þór“ gengi í Í.S.Í. fyrr en 1922. Árið eftir barst „Þór“
bréf frá Í.S.Í., þar sem greint var frá því, að Alþingi hefði
lækkað styrkinn til sambandsins og farið fram á, að félögin
yrðu skattlögð. Varðandi þessa beiðni samþykktu Þórsfé-
lagar svofellda tillögu: „Fundurinn er því hlynntur, að félög
innan Í.S.Í. greiði skatt til sambandsins og mælir með því
fyrir hönd „Þórs“, að hann verði 10 kr. á félag, sem hafi 100
félaga eða færri, meðlimafleiri félög greiði tuttugu króna
skatt“.
Sambandsfundur Í.S.Í. var haldinn 13. apríl 1923, og var
Sigurður Magnússon kosinn fulltrúi „Þórs14.
Eigi má skilja svo við sögu „Þórs“, að ekki sé sérstaklega
getið Hjartar Guðmundssonar (f. 1901). Hann var ekki ein-
ungis með beztu glímumönnum félagsins fyrr og síðar, svo
sem „glímuannálarnir“ votta, heldur átti hann mestan þátt í
að kenna ungum mönnum glímu síðustu árin, sem félagið
starfaði.
Ástæðan til þess, að „Glímufélagið Þór“ lagðist niður var
af tvennum toga. Hinir ungu og efnilegu glímumenn fluttust
burtu, m.a. fóru tveir suður til Reykjavíkur beinlínis til að
æfa sig undir að taka þátt í glímunni á Þingvöllum 1930.
Aðrir voru í skólum syðra eða erlendis yfir veturinn. Um
þetta leyti var stofnað ungmennafélag í Stykkishólmi og var
þess vænzt að það mundi taka við því verksviði, sem „Þór“
hafði annazt, en svo reyndist ekki þegar til kasta kom. Þar
með voru því samtímis úr sögunni sýsluglíman og Þórsglím-
an. Þótti mörgum miður, að svo skyldi fara, ekki sízt þeim,
sem lengi höfðu verið tengdir starfi „Þórs“ og ekki talið eftir
sér spor og handtak í þágu þess félags.