Breiðfirðingur - 01.04.1986, Síða 25
BREIÐFIRÐINGUR
23
Kunnugir telja, að Þórsglíma hafi verið haldin árin 1914
og 1915, þótt þeirra sé ekki getið í gjörðabók félagsins, en
ekki muna menn nú, hverjir urðu glímukappar þau árin.
Aftur á móti greinir gjörðabókin frá því, að Þórsglíma hafi
verið haldin 19. marz 1916. Hildimundur Björnsson var þá
veikur í fæti og því ekki meðal glímumanna, en þeir voru
þessir: Einar Jóhannesson, Hallgrímur Jónsson, Hermann
Jónsson, Hjálmur Konráðsson, Jón Eyjólfsson, Kristinn A.
Sigurðsson, Kristján Árnason og Þorleifur Sívertsen. Dóm-
nefnd skipuðu: Hildimundur Björnsson, Oscar Clausen og
Thomas Möller. Umsögn ritara félagsins er þessi:
„Glíman byrjaði kl. 8. Fór hún mjög vel fram að öllu leyti,
og hlaut Kristján Árnason Þórshamarinn, fékk ekkert fall.
Að endaðri glímunni afhenti séra Ásmundur Guðmundsson
verðlaunin Kristjáni Árnasyni sem glímukappa „Þórs“. Tal-
aði séra Ásmundur um fallega glímu og íþróttir yfir höfuð og
hvað þær hefðu bætandi áhrif á líkama og sál. Og að endaðri
ræðunni var hrópað þrefalt húrra fyrir Glímufélaginu Þór.
Var dansað fram á nótt, og þótti fólki það hin bezta
skemmtun. Voru allir ánægðir með úrslit glímunnar".
Hér er Þórshamarinn fyrst nefndur sem verðlaunagripur,
en hann var keyptur eftir að Kristján hafði unnið verðlauna-
peninginn til eignar. Hafi Þórsglíma farið fram 1914 og 1915
eru allar líkur til þess, að þá hafi ekki verið glímt um hann.
Frostaveturinn 1918 var engin Þórsglíma og eldiviðar-
skorti kennt um. Hún féll einnig niður 1919, en 29. febrúar
1920 fór hún fram, og tóku þessir menn þátt í henni: Felix
Eðvarðsson, Hjörtur Guðmundsson, Jóhann Jóhannesson,
Jón Eyjólfsson, Kristinn Á. Sigurðsson og Kristinn S. Sig-
urðsson.
í gjörðabók er aðeins talið, að Jón Eyjólfsson (f. 1891, d.
1968) hafi hlotið Þórshamarinn, en kunnugir telja, að Felix
Eðvarðsson (f. 1898, d. 1975) hafi þá fengið fyrstu fegurðar-
verðlaun.
Árið 1921, þann 5. marz var háð Þórsglíma og voru full-
orðnir þátttakendur þessir: Ásberg Jóhannesson, Felix