Breiðfirðingur - 01.04.1986, Síða 44
42
BREIÐFIRÐINGUR
9. sýsluglíma fór fram 11. febrúar 1922 og voru þátttak-
endur þessir, allir úr Stykkishómi: Ásberg Jóhannesson,
Felix Eðvarðsson, Hjörtur Guðmundsson, Kristinn Guð-
mundsson, Kristinn S. Sigurðsson, Ragnar Einarsson, Sig-
urður Magnússon, Sören Valentínusson, Valdimar Jónsson.
Glímukóngur varð Hjörtur Guðmundsson. Fyrstu fegurðar-
glímuverðlaun hlaut Felix Eðvarðsson, en önnur Ásberg
Jóhannesson (f. 1902, d. 1955). Séra Sigurður Ó. Lárusson
afhenti verðlaunin.
10. sýsluglíma. var háð 3. febrúar 1923. Þátttakendur voru
sex og þar af þessir úr Stykkishólmi: Hjörtur Guðmundsson,
Kristinn Guðmundsson, Kristinn S. Sigurðsson, Magnús
Steinþórsson. Sunnanmenn voru: Björn Jónsson, Stakk-
hamri, Bragi Jónsson, Hofgörðum. Hjörtur varð glímu-
kóngur, en fyrstu fegurðarverðlaun fékk Kristinn S. Sigurðs-
son, en önnur Bragi. Sýslumaður afhenti verðlaun og flutti
ræðu ásamt Halldóri Kolbeins presti í Flatey.
11. sýsluglíma var haldin 17. febrúar 1924. Mjög erfiðlega
gekk þessu sinni að fá menn til glímumótsins. Hjörtur
Guðmundsson varð glímukóngur, en fyrstu fegurðarverð-
laun fékk Hallgrímur Oddsson og önnur Björn Hildimund-
arson. Páll Sigurðsson læknir afhenti verðlaun. En þótt fáir
glímdu skemmtu menn sér vel, því að dansað var fram til
morguns.
12. sýsluglíma var háð 12. febrúar 1927 og voru þátttak-
endur sex: Björn Hildimundarson, Guðmundur Ólafsson,
Dröngum, Gunnar Jóhannesson, Klungurbrekku, Hall-
grímur Oddsson, Jakob Jónsson, Narfeyri, Ólafur Þorleifs-
son. Glímukóngur varð Hallgrímur Oddsson. Björn Hildi-
mundarson fékk silfurskjöld fyrir fagra glímu og Ólafur Þor-
leifsson silfurpening sem önnur fegurðarverðlaun.
13. sýsluglíma fór fram 11. febrúar 1928. Þátttakendur
voru sex, og voru þessir þrír úr Stykkishólmi: Björn Hildi-
mundarson, Hallgrímur Oddsson, Ólafur Þorleifsson. Sunnan-
fjalls menn voru: Guðbrandur Guðbjartsson, Hjarðaffelli,
Halldór Erlendsson, Hjarðarfelli, Jónas Jónsson, Kaldár-