Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 48
46
BREIÐFIRÐINGUR
hann var sagt, að hann gæti vart misst fótanna. Marga glím-
una háði hann við sjálfa kappana, Hildimund og Kristján.
Hildimundur Björnsson var mikill glímukappi, sem slíkur
hafði hann allt til að bera, keppnismaður og kröftum hans
var við brugðið. Mestir kraftamenn hér á þeim árum voru til
nefndir: Hildimundur Björnsson, Kristján Árnason og Sig-
valdi Valentínusson.
Um Kristján Árnason verður ekkert minna sagt en það,
að hann var yfirburðaglímumaður, ókrýndur og krýndur
glímukóngur Hólmara og Snæfellinga um sína daga og
reyndar til dagsins í dag. Kristján var með stærstu mönnum,
ég heyrði hann hafi verið yfir þrjár álnir, samsvaraði sér vel,
allur hið bezta á sig kominn og fríður. Hann gekk frá hverri
glímu sem glæsilegasti glímumaðurinn. Árni fóstri minn
jafnaði þeim Kristjáni og Hallgrími Benediktssyni saman
sem beztu glímumönnum er hann hafði séð.
Maður, sem hér var í Hólminum veturinn 1911-1912 og
sótti æfingar glímumanna, dró ekkert af því, að hann taldi
Kristján einn fremsta glímumann landsins. Fjörutíu árum
síðar fékk ég staðfestingu á því, að maður sá var vel dómbær
á þessa hluti, því að þegar íslenzki glímuflokkurinn sótti
Olympíuleikana í Stokkhólmi 1912, var eftir honum gengið
að fylla flokkinn, sem hann gat þó ekki látið eftir sér.
Margra fleiri ágætis glímumanna er að minnast hér og víðs
vegar að úr sýslunni. Ég nefni Helga í Skógarnesi, Fórð á
Miðhrauni, Jóhann Hjörleifsson, Ágúst Ólason, Hallgrím
Sigurðsson, Hermann Jónsson, Jón Eyjólfsson og Hjört
Guðmundsson. Fleiri mætti telja og rekja lengra fram.
Sá glímumaður, sem ber hæst eftir 1920, er tvímælalaust
Hjörtur Guðmundsson. Hann var glímumaður af beztu
gerð, öll brögð jafn tiltæk, og þótt sterkur væri og ekkert
barnameðfæri að veifa í kringum sig, var hann mjúkur og
lipur. Það var einkennandi fyrir glímu Hjartar, eins og hann
var mikill kappglímumaður.
Kappglímurnar hér fyrrum eru mér margar minnisstæðar,
en sögulegustu glímurnar hygg ég vera, þegar Jóhann Hjör-