Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 53
Játvarður Jökull Júilíusson
s
I minningu þjóðskáldsins
frá Skógum
Það er gleðilegt tákn tímanna og gott til þess að vita, að
þjóðskáldinu séra Matthíasi er sýndur sómi í fæðingarsveit
hans. Hvað eina bíður síns tíma. Aldarafmæli hans leið án
tíðinda. Nú, 65 árum eftir að hann dó, knýr átthagatryggð
og þjóðarstolt til athafna á 150 ára afmæli hans.
Hvert þjóðskáld er sannarlega sameign þjóðarinnar. Eigi
að síður er þjóðskáldið Matthías að einu leyti séreign þess-
arar sveitar og hennar nágrennis. Það helgast af uppruna
hans og uppeldi, rótum hans í breiðfirsku mannlífi.
Þetta tækifæri, þegar honum er reistur traustur varði á
fæðingarstaðnum, er því gott og gilt tilefni til að huga að ætt
hans og uppeldi á þann veg, sem hann lýsti því sjálfur,
hvernig hugarheimur hans og tilfinningalíf urðu til, uxu upp.
Foreldrar hans voru með ólíkindum ólík, en hvort um sig
stórbrotið í mörgu. Það hafa ekki verið neinir smáskammtar
af stoltum ættarsögnum, sem þeim bræðrum voru látnir í té
strax og þeir gátu skynjað slíkt. Jochum faðir hans þóttist
mjög af stórlátri höfðingjaætt Reykhólamanna. Sigríður
móðir hans var Aradóttir frá Reykhólum Jónssonar prests á
Stað Ólafssonar. Og ekki voru konur þessara karla síðri að
ættarstolti eða ríkidæmi. Stutt er að rekja til Teits sýslu-
manns í Haga. Jochum fann mikið til sín og leynir sér ekki
að hann leit niður á marga. Hann var líkamlegt hraustmenni
með einstökum ólíkindum. Börn hans hlutu að líta upp til
hans þess vegna.
Þóra móðir Matthíasar hafði verið hjá Eggerti langafa
sínum Ólafssyni í Hergilsey. Hún hafði frá svo mörgu að
segja úr eyjunum, frá kunnáttu og afrekum sinna forfeðra,