Breiðfirðingur - 01.04.1986, Side 58
56
BREIÐFIRÐINGUR
Á þessari leið skáldsins á fornar stöðvar eru fleiri ljóða-
vörður. Á Tröllatunguheiðinni orti Matthías:
Ríð ég suður Tröllatungur
tæpan veg um hraun og klungur,
freðin holt og fannabungur,
fyrsta dag í júníó.
Skefur heiðar skafrenningur,
skarpan ennþá Norðri syngur.
Bíttu á jaxlinn, Breiðfirðingur!
„Blástu meir,“ þótt frjósi kló.
Svona taldi hann í sig kjarkinn.
Matthías skrifaði um ferðina. Blandaði saman fornum
minningum, og því sem þá var nýtt. Gott er nú að minnast
þess, að fjöldi fólks lagði sig fram og sýndi Matthíasi sóma.
Hann kom að Bæ í Reykhólasveit. Hann heimsótti bernsku
bæinn, Skóga, en gisti á Hríshóli. Hann tekur allra sárast
þennan dag, hversu mjög hann saknar bjarkanna í bernsku-
skógunum. Treginn braust út í þessum stefjum hans:
Skógurinn horfinn,
er skreytti hér fold,
fallinn og sorfinn
í fen eða mold.
Ljóðkveðjunni til bernskustöðvanna í þrengstu merkingu,
Skóga og Kollabúða, lauk hann með þessari bæn:
Friði drottinn fjörðinn minn,
fósturbyggð og þingstaðinn,
blessi lýð og landsins plóg,
og lífgi við minn gamla skóg!
Aðaláfangastaður ferðarinnar var hjá presthjónunum á
Stað, en komið var við á hinum fornfrægu Reykhólum.
Hann segir frá því, að þau Staðarhjón héldu honum gildi
ásamt nálægt 20 bændum, öllum úr Reykhólasveit, því
hvorki gaf veður úr eyjum né fjarlægari sveitum. Um það
segir hann svo beinum orðum í bókinni:
„Samkoman fór vel og skemmtilega fram og varð mér
jafnt til gleði og sóma.“ En ekki gat leikbróðir hans í æsku