Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 59
BREIÐFIRÐINGUR
57
komið, elsti bóndinn í sveitinni, öldungurinn Loftur Hákon-
arson, en sendi kveðju og kvæði. Og hinn bernskuvinurinn
sem hann vissi ofan moldu, Sumarliði gullsmiður Sumarliða-
son frá Kollabúðum, var vestur viö Kyrrahaf. Svo langt var
orðið á milli bernskunnar og ellinnar.
Áþekkt reynist nú hjá okkur hér í Reykhólasveit, er við
freistum þess að tengja hvora annarri þessar tvær samkomur
hér í sveit til heiðurs Matthíasi Jochumssyni. Nú mun vera
uppi aðeins einn sjónarvottur frá þessum merkilega vordegi
á Stað á Reykjanesi, 6. júní árið 1913. Það er hún Ingibjörg
Árnadóttir á Miðhúsum. Hún var á vettvangi um árið á
Stað. Þetta var merkasti viðburðurinn öll uppvaxtarár
hennar á Stað. Hún skrifaði um hann í einni bókinni: „Því
gleymi ég aldrei.“ Hún tekur til þess hversu föngulegur
henni þótti Matthías, er hann reið í hlaðið á Stað, tigin-
mannlegur og svipmikill. Hún rifjar upp hvernig skipað var
í sæti við háborðið í veislunni. Bjarni prófastur Símonarson
á Brjánslæk á aðra hönd skáldinu. Hann flutti aðalræðuna til
heiðurs Matthíasi. Á hina sat Oddur læknir Jónsson á Mið-
húsum og svo Árni kennari Þorvaldsson á Akureyri, bróðir
prestsins á Stað. Ingibjörg segir að Júlíus Olafsson hafi
stjórnað samkvæminu og kynnt atriðin. Þar bar hæst, auk
ræðu Bjarna, kvæði er séra Jón Þorvaldsson hafði ort, flutti
þarna „og söng fyrir,“ en svo lýsti Matthías sjálfur því sem
við bar. Um þá prestana, stjúpsoninn og stjúpföðurinn, far-
ast honum svo orð: „Má hann jafnt listfengur heita til söngs
og kveðskapar. Séra Bjarni prófastur mælti fyrir minni mínu
með þeirri snilld, sem mest minnti mig á dr. Guðmund Finn-
bogason . . . og báðir leist mér þeir séra Jón vera með and-
ríkustu kennimönnum hér á landi, þeirra er ég nú þekki.“
Þessa er gott að mega minnast nú, þegar enn er leitast við
að sýna minningu þjóðskáldsins sóma hér í fæðingar- og
bernskusveit þess. Annað er ekki við hæfi byggðarinnar
hvar: „letrað var þar hið ljúfasta blað, í lífdagasögunni
minni.“
• . . Ingibjörgu Árnadóttur er ríkt í minni hvað við bar á