Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 63
BREIÐFIRÐINGUR
61
hraun. Reyndar er víða um land einnig önnur merking í orð-
inu hraun, það er grýtt land eða jafnvel urðir.
Á síðustu áratugum hafa komið fram nýjar aðferðir til að
rneta aldur jarðlaga. Annars vegar aðferðir, sem byggðar
eru á klofnun gcislavirkra efna. Hér á landi hafa einkum
tvær slíkar verið notaðar. Geislakolsaðferðin (C-14) er
notuð til að aldursgreina lífrænar leifar yngri en 30.000 ára,
en kalíumargon (K/Ar) aðferðin er notuð til aldursákvörð-
unar á bergi eldra en 700.000 ára. Hins vegar eru segulmæl-
ingar, einkunr á storkubergi. Vísindamenn komust að því
fyrir nokkrum áratugum, að segulsvið jarðar hefir ekki alltaf
haft sönru stefnu og nú. Komið lrefir í ljós, að segulskaut
jarðar hafa umskautast (umpólast) nokkuð oft. Þessar
unrskautanir hafa nú verið raktar nokkuð langt aftur í
tínrann, þar senr skiptast á skeið, sem hafa segulstefnu
svipað og nú (rétta segulstefnu eða rétta segulmögnun) og
önnur, sem hafa öfuga segulstefnu (eða öfuga segulmögn-
un). í bergkviku eru örfínar málmeindir, sem raða sér í
stefnu segulsviðsins. Þegar kvikan storknar „frýs“ segul-
stefna þess tínra í berginu, þ.e. bergið geymir segulstefnuna
í sér. Með því að nræla segulstefnur í lrraunlögunr má gera
svonefnt segultímatal. Þar skiptast á mislöng skeið með rétta
eða öfuga segulstefnu. Segulskeiðunum hafa verið gefin
nöfn. Þannig er það segulskeið, sem nú stendur yfir, nefnt
Brunlres, en það hófst fyrir um 700.000 árum. Næst þar á
undan var nokkuð langt skeið, Matuyama, en þá var segul-
stefnan öfug. Það hófst fyrir um 2,4 milljón árunr.
Með ofangreindum aðfcrðum lrefir aldur jarðlaga á Breiða-
fjarðarsvæðinu verið ákvarðaður.
UM GOSBELTI OG ELDVIRKNI FYRR OG SÍÐAR
Yfirborð jarðar skiptist í aðgreindar plötur sem eru á hreyf-
ingu. Þær fljóta á hálfseigum nröttli. Mörk nrilli platna eru
tvenns konar. Annars vegar eru úthafshryggir, þar sem
plöturnar reka hvor frá annarri og bráðið nröttulefni