Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 64
62
BREIÐFIRÐINGUR
streymir upp í vökina milli þeirra. Hins vegar eru svonefnd
trog eða úthafsrennur þar sem ein plata gengur innundir
aðra og stingst niður í möttulinn og eyðist (bráðnar upp).
Gosbeltið sem liggur norðaustur yfir landið, frá Reykja-
nesi til Axarfjarðar. er einmitt á mörkum platna, þar sem
ein rekur frá annarri. ísland situr því klofvega á plötu-
skilunum í Norður-Atlantshafi. Vesturhluta landsins rekur
til norðvesturs og er hluti af Norður-Ameríkuplötunni, en
austurhluta landsins rekur til suðausturs og er hluti af
Evrasíuplötunni. Gliðnunin er afar hæg, að jafnaði um 1 sm
á ári í hvora átt.
ísland er jarðfræðilega ungt land. Elstu jarðlög ofansjávar
eru 13-15 milljón ára gömul. Eldvirkni hefir verið nær
stöðug allan þennan tíma og gosvirkni virðist ávallt hafa
verið takmörkuð við eitt eða fleiri gosbelti, sem legið hafa
um landið frá suðvestri til norðausturs. Þau hafa sennilega
oftast verið nær miðju landsins, og jarðlög sem mynduðust,
hafa rekið út frá þeim til sitt hvorrar áttar. Því eru jarðlög
yst á Vestfjörðum og Austfjörðum upphaflega mynduð
nálægt þáverandi miðju landsins, en hafa síðan rekið til vest-
urs og austurs. Vegna fergingar í gosbeltunum hallar eldri
jarðlögum inn að þeim, sitt frá hvorri átt og situr gosbeltið
því í samhverfu. Meiri háttar samhverfur í tertíera stafl-
anum eru taldar leifar útkulnaðra gosbelta.
í landinu eru tvær gerðir gosbelta. Annars vegar eru gos-
belti þar sem gliðnun á sér stað, það nefnum við rekbelti.
f>ar verður nýmyndun skorpu. Hins vegar eru svonefnd hlið-
argosbelti, en þar á eiginleg gliðnun sér ekki stað heldur
liggja þau ofan á eldri skorpu. Núverandi gosbelti á
Snæfellsnesi er hliðargosbelti og er á jarðfræðilegan tíma-
kvarða mjög ungt, en það varð til fyrir um 2 milljón árum.
Gosvirkni í gosbeltunum er ekki jafndreifð. Hvert gos-
bclti skiptist í aðgreindar sprungureinar, senr einkennast af
opnum sprungum og gjám. Sprungureinarnar eru 25-100 km
langar en yfirleitt aðeins 5-10 km breiðar. í miðju hverrar
reinar er yfirleitt megineldstöð. Kröflusvæðið er dæmi um