Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 69
BRRIÐFIRÐINGUR
67
surtarbrandi og hcfir þar verið stundaður námurekstur á
einn eða annan veg. Námurekstur var stundaður í Stálfjalli
í lok fyrri heimsstyrjaldar. Að Tindum á Skarðsströnd var
síðast unninn surtarbrandur um miðjan sjötta áratuginn.
Tvær aðrar setsyrpur eru við norðanverðan Breiðafjörð.
Aðra má kenna við Skálanes (SK á 1. mynd) og hina við
Húsavíkurkleif í Steingrímsfirði (HÚ á 1. mynd), en hún
liggur suður yfir vcstan tii á Tröllatunguheiði. Af steingerv-
ingum sem finnast í þessum setlögum má gera sér góða grein
fyrir hvernig loftslagi var háttað á myndunartíma þeirra.
Loftslag og stemgervingar
Af þeim steingervingum, sem fundist hafa yst á Vestfjörð-
um, má ráða, að loftslag hafi verið mun hlýrra og rakara en
nú. Hitastigið mun sjaldan eða aldrei hafa farið niður fyrir
frostmark. Landið virðist hafa verið klætt laufskógum, svip-
uðum þeim sem nú vaxa í sunnanverðri Norður-Ameríku. I
þessum skógi uxu einnig stórvaxin barrtré. Meðal þeirra
trjáa, sem talið er að þá hafi vaxið hér, eru risafura og rauð-
viður. Báðar þessar tegundir verða feikihávaxnar. Rauðviðar-
tré sum verða meira en 110 m há og risafura um 80 m há.
Megineldstöðvar
Við Breiðafjörð koma nokkrar útkulnaðar megineldstöðvar
viö sögu og eru þær sýndar á 1. mynd. Elsta eldstöðin mun
vera innundir Reiphólsfjöllum, en lítt sést til hennar, því
hún er að mestu á kafi undir yngri jarðlögum. Hún mun lítið
eitt yngri en Brjánslækjarsetlögin. Næst að aldri er eldstöð
kennd við Flatey á Breiðafirði. Af henni sést þó lítið eins og
skiljanlegt er, en þó má geta sér til um lögun og gerð hennar
eftir því bergi sem sést í eyjum og skerjum. Þriðja eldstöðin
er nefnd Króksfjarðareldstöð. Hún er nú allvel þekkt og
hefir verið lýst að hluta til á prenti. Fjórða eldstöðin er á
miðju Klofningsnesi og hefir verið nefnd annað hvort Sæl-
ingsdalseldstöðin eða Hvammseldstöðin, og er hið síðara
heppilegra, því það er liprara í munni. Fimmta eldstöðin er