Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 70
68
BREIÐFIRÐINGUR
í og suðvestan við Hrappsey. Nokkuð erfitt er að átta sig á
henni, þar sem mest af henni er í sjó. Þar að auki eru tvær
eldstöðvar á Snæfellsnesei, sem lýst hefir verið lauslega í
Arbók Ferðafélagsins 1982 og verður því ekki á þær minnst
hér frekar. Tvær aðrar liggja í útjaðri Breiðafjarðarsvæðis-
ins að suðaustan. Þær eru nefndar Laugardals- og Rcykja-
dalseldstöðvarnar.
Megineldstöðvar myndast í miðri sprungurein. Þar er eld-
virknin mest og oftast hleðst upp eldfjall eins og til dæmis
Snæfellsjökull. I eldstöðinni er og gerð gosbergsins fjöl-
breyttari en utan hennar. þar verða oft mikil öskugos og
berst askan víða frá þeim. Einnig er samsetning gosefnanna
breytileg. Þar renna basalthraun, ísúr og súr hraun (líparít
eða ljósgrýti) og aska. Þegar á ævi eldstöðvarinnar líður og
hún er búin að ná þroska, fellur hún oftast inn í sig og sig-
ketill eða askja myndast. Þannig er um Öskju í Dyngjufjöll-
um, Grímsvötn og Kröflu. í síðastnefndu eldstöðinni hefir
askjan barmafyllst af gosefnum, svo út úr flóir. Oft myndast
vatn í öskjunni og við gos í vatni snöggkælist kvikan og
splundrast og myndast þá móberg í stað hrauna. Yfirleitt
fyllast öskjurnar fyrr eða síðar af gosefnum. Bergkvika
treðst inn í rætur megineldstöðvanna og myndar þar innskot
og keiluganga. Eitt af aðaleinkennum virkra megineldstöðva
eru háhitasvæði. Þau eru oftast innan öskjunnar og hitagjaf-
inn mun vera kólnandi kvikuinnskot en vatnið og gufan er
rigningarvatn að uppruna, sem sigið hefir djúpt í jörð.
Vegna hins háa hita soðnar og ummyndast bergið.
I rofnum eldstöðvum við Breiðafjörð má sjá öll ofan-
greind einkenni. í þeim flestum er mikið af ísúru og súru
bergi, sem oftast er rauðleitt eða ljósleitt að lit (ljósgrýti,
líparít). Öskjur eru mjög áberandi í öllum eldstöðvunum
nema Reiphólsfjalla- og Hvammseldstöðvunum. í tengslum
við eldstöðvarnar eru reinar af göngum og misgengjum, sem
samsvara sprungureinunum í virku eldstöðvunum. Höfuð-
gangastefna á nokkrum stöðum er sýnd á 1. mynd. Innan
askjanna er oftast mikið af móbergi og kubbabergshraunum,