Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 72
70
BRFJÐFIRÐINGUR
Króksfjarðareldstöðin
Þessi eldstöð er að mestu á þurru og er mjög vel opin, þ.e.
auðvelt að gera sér grein fyrir gerð hennar. í henni er greini-
leg askja, sem er nú full af gosefnum, einkum móbergi og
súrum gjóskulögum. Innskot eru þar einnig algeng, t.d.
Vaðalfjöll. Aldur hennar er á bilinu 10-11 milljón ára.
Hrappseyjareldstöðin
Um hana gildir margt það sama og um Flateyjareldstöðina.
Hún er að mestu undir sjó en þó má átta sig á stærð hennar
og helstu einkennum með könnun á eyjum og skerjum.
Aldur hennar mun vera kringum 7 milljón ára.
Hvammseldstöðin
Þessi eldstöð er nokkuð vel opin og auðvelt að skoða innviði
hennar. í henni virðist ekki hafa myndast askja, en mest ber
á súrum hraunum, sem rekja má langar leiðir. Hún er um
6.5-7 milljón ára.
Reykjadals- og Laugardalseldstöðvarnar
Þær hafa verið kannaðar vel. í þeim báðum eru öskjur, um
10 km í þvermál og eru þær fullar af móbergi og þykkum
hraunlögum. Aldur þeirra er um 4.5-6.0 milljónir ára.
ROF OG JÖKLAR
Það hefir verið talið, að í lok tertíertímans, fyrir um 3 mill-
jón árum hafi svæði frá Vestfjörðum, yfir allan Breiðafjörð,
Snæfellsnes og Dali verið ein slétta, svipuð og sjá má uppi á
fjöllum utarlega á Vestfjörðum. Þetta tel ég fjarri öllum
sanni, því telja má víst, að um leið og jarðlög ráku út úr rek-
beltunum á hverjum tíma hafi roföflin tekið við. Ár og lækir
hafa sorfið gil og skorninga niður í berggrunninn, sem síðan
urðu að drögum og dölum. Þegar á tertíertímanum munu
hafa myndast dalir og firðir sem jöklar ísaldar hafa síðar
farið í og grafið út. Telja má víst að stærstu firðir á Vest-
fjörðum hafi verið farnir að myndast þegar á tertíer og sama