Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 90
88
BREIÐFIRÐINGUR
voru margar. Báturinn var alveg skýlislaus. Svona aðbúð
þurfa menn ekki að búa við í dag sem betur fer, en þó er
möglað. Kunnugleiki Ebba um eyjar og sker í Breiðafirði
hefur án efa komið Lárusi að góðum notum síðar, þegar
hann þurfti að fara þessar leiðir.
Árið 1931 fær Guðmundur þriðja Baldurinn, nýjan frá
Danmörku. Það var 12 lesta plankabyggður eikarbátur með
einsstrokka Túxhamvél. Þetta var sterkur bátur en frekar
ganglítill. Hann þjónaði Breiðfirðingum allt til ársins 1947.
Árið 1936 var skipt um vél í honum. Sett í hann 44 ha.
Kelvin-dísilvél. Eftir það varð hann hljóðlátari og gang-
meiri, þægilegri farþegabátur. Árið 1942 slitnaði hann upp á
höfninni í Stykkishólmi í vestanroki og rak inn í Skoreyjar.
Hann skemmdist mikið, en gert var við hann í dráttarbraut-
inni í Stykkishólmi og þá stækkaður um leið. Síðar fékk
hann 100 ha. Búda-vél og var þá orðinn gangmikill og þjón-
aði sínu hlutverki betur en áður.
Þegar hér var komið sögu hafði Lárus tekið við öllum
rekstri á fyrirtækinu því faðir hans lést 22. des. 1943.
Það kom fljótt í ljós að Lárus vildi færa út kvíarnar og fá
stærri Baldur. Árið 1947 kemur fjórði Baldur, sem var nýr,
svonefndur Landssmiðjubátur, 36 lestir með 132 ha. Kelvin-
dísilvél, smíðaður austur á Fáskrúðsfirði. Hann var mikil
framför frá þriðja Baldri, en Lárusi fannst hann þó of lítill,
enda var þá farið í vaxandi rnæli að flytja vörur frá Reykja-
vík á Breiðafjarðarhafnir. Fáskrúðs-Baldur var því stækk-
aður í Stykkishólmi um 10 tonn eftir eitt ár, 1948.
Árið 1953 kemur svo fimmti Baldur. Það var vélbáturinn
Þorsteinn. Keyptur frá Flatey þar sem hann hafði verið
nokkur ár, en áður þekktur fiskibátur í Reykjavík. Hann var
rúmar 60 lestir að stærð með Júní-Munktellvél. Hann var
lítið notaður í þessu formi í hlutverki Baldurs, en var tekinn
til viðgerðar árið eftir og þá settar í hann tvær Kelvin-dísil-
vélar 132 ha. Þannig þjónaði hann allt til ársins 1966 og var
mikið notaður í Reykjavíkurferðir. Lárusi mun þó hafa