Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 96
94
BREIÐFIRÐINGUR
Manheimum hjá Skarði á Skarðsströnd. Pá opnaðist Óskari
nýtt og víðara sjónarsvið. Á höfuðbólinu Skarði voru mikil
umsvif tii lands og sjávar. Niðri við sjóinn, í Skarðsstöð var
verslun og skipakomur allmiklar. Bændur úr vesturhluta
sýslunnar versluðu í Stöðinni, sem kallað var, en eyjamenn
versluðu úti í Flatey. Skammt undan landi voru byggðar
eyjar og óbyggðar í þann tíð með fjölbreytta öflun matfanga
og önnur hlunnindi, en fiskur, einkum lúða var dregin upp
úr sundunum milli cyjanna.
Á Skarði bjuggu um þetta leyti Kristín Jónasdóttir og
Bogi Magnúsen. Bogi á Skarði var lærður trésmiður og
dverghagur maður á marga grein. Hann smíðaði sér fiðlu og
setti saman orgel. Nafntoguð skytta var Bogi, t.d. skaut
hann einu sinni hund, er maður hélt á undir hendi sinni.
Fleiri sögur af slíku tagi munu hafa verið kunnar frá Boga á
Skarði.
Á þessum árum var stórbúskapur á Skarði. Sauðfé var á 3.
hundrað. Nautgripir og hross líka mun fleira en á öðrum
bæjum. Geldneyti voru að vetrinum látin ganga í Ólafs-
eyjum en flutt til lands á vorin.
Árið 1906 tók fjölskyldan sig enn upp og fluttist nú til
Búðardals við Hvammsfjörð og dvaldi þar 1 ár. Óskar var
snemma bráðþroska, því þegar hann dvelur í Búðardal réð-
ist hann í plægingarvinnu. Vann hann sumartíma með Jóni
Jóel Porleifssyni, seinna kaupfélagsstjóra í Búðardal. Fóru
þeir víða um Dali, m.a. plægðu þeir félagar 10 dagsláttur hjá
Jcns hreppsstjóra Jónssyni á Hóli í Hvammssveit. - Faðir
Óskars, Bjartmar bóndi á Brunná, var búfræöingur frá
Ólafsdal og hafði unnið talsvert við jarðyrkjustörf. Óskar
var því ekki með öllu ókunnugur þeirri vinnu, heldur gagn-
kunnugur hinum nýju verkháttum frá Torfa í Ólafsdal.
Fimm dagar ú Felli í Kollafirði
Það var á þessum misserum, sem Óskar vann í vegavinnu á
Krossárdal í Bitru. Með honum var m.a. ungur maður að
nafni Arnór, sonur Guðmundar bónda Einarssonar og