Breiðfirðingur - 01.04.1986, Side 98
96
BREIÐFIRÐINGUR
illa, cnda dró þaö úr afköstum og olli aukinni þrcytu. Pegar
skammt var liðið á morgun kom Guðmundur út á túnið til
þeirra félaga. „Hvað er að sjá til ykkar, þetta eru engin
afköst hjá ykkur drcngir“, mælti Guðmundur. Arnór varð
fyrir svörum og kvað orfið hjá Óskari vera alltof stutt og yrði
liann að fá annað í staðinn. Guðmundur mælti: „Orfið mitt
er nógu langt fyrir alla menn og hægt að hafa með því full
afköst, enda hefi ég notað það sjálfur lengi. F>að hefur eng-
inn neitt með betra orf að gera“. Var því engu framgengt
með orfaskipti að sinni. Hitt var öllum kunnugt að Guð-
mundur á Felli var hamhleypa til allra verka, þótt afstaða
hans til verkfæranna væri þessi.
Þegar líða tók á fimmta dag kaupavinnunnar, sem var
laugardagur, bárust boð um að binda skyldi eitthvað af heyi,
sem beiö í fangahnöppum á engi niður af túninu á Felli.
Reitt skyldi á 4 hestum, þótt stutt væri að fara. Smákrakki,
er rétt gat staðið undir sátu á klakk, skyldi fara á milli með
heylestina. Óskar spurði Guðmund hvort hann fengi ekki
stúlku mcð sér í bandið eins og oftast var venja. Kvað Guð-
mundur það ekki vcra hægt, hann yrði að gera allt við bind-
inguna sjálfur. Hugsaði nú Óskar með sér að hér væri um
tvennt og aðeins um tvennt að ræða, að duga eða drepast.
Klukkan sex á laugardaginn byrjaði ég á heybindingunni,
sagði Óskar. Klukkan hálf ellefu um kvöldið voru bundnir
44 hestburðir, allt engjaheyið komið heim og inn í hlöðu.
Guðmundur bóndi varð harla glaður, þegar ég kom heim
með síðustu lestinni. Þakkaði hann kaupamanninum fyrir,
faðmaði hann að sér og mælti: „Fyrir þessi handtök skaltu fá
greitt“. Er svo ekki að orðlengja það, að Guðmundur
greiddi Óskari kaupið í peningum, og var það upphæð, sem
svaraöi kaupi í tvær vikur.
Næsta dag, sunnudag, fór Óskar aftur í vegavinnuna. Var
honum þá fengið til viöbótar við kaupið stórt rúgbrauð
ásamt smjörsköku, kom það sér vel í vegavinnunni.